Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Segja að áætluð verklok Suðurstrandarvegar standist
Þriðjudagur 9. ágúst 2011 kl. 09:18

Segja að áætluð verklok Suðurstrandarvegar standist

Vonast er til þess að framkvæmdum við eystri kafla Suðurstrandarvegar muni ljúka um miðjan næsta mánuð eins og áætlanir gera ráð fyrir samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Verktakafyrirtækið KNH ehf. mun hefja framkvæmdir á ný í vikunni, en framhald verksins tafðist nokkuð vegna anna. Talsmaður KNH segir að stefnan sé að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Suðurstrandarvegur liggur frá Grindavík að Þorlákshöfn. Áætlað er að framkvæmdum við vestari hluta vegarins ljúki á næsta ári. Verði þá um að ræða mikla samgöngubót, segir á vef Grindavíkurbæjar.