Segir skipurit í molum
Petrína Baldurdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, segir í bókun frá fundinum að fyrir bæjarfélagið hafi löngu verið tímabært að láta gera tillögu að breytingum á skipulagi og skilvirkara stjórnkerfi.
„Ljóst er að undanfarið hefur hvert mál á fætur öðru til að mynda á milli nefnda og bæjaryfirvalda „týnst“ eða verið óeðlilega lengi á milli aðila. Varðandi skipurit bæjarfélagsins hefur það í of langan tíma verið í molum og mjög svo óskilvirkt,“ segir í bókuninni.
Bæjarfulltrúar D og S –lista í meirihlutanum vísa þessari gagnrýni á bug. Þeir segja meirihlutann hafa fundað oft um málið og þau vinnugögn verði afhent ParX, að því er fram kemur í bókun.