Fréttir

  • Segir rannsókn lögreglu klúður frá upphafi til enda
    Málið var kært árið 2007 en ákæra ekki gefin út fyrr en 2013.
  • Segir rannsókn lögreglu klúður frá upphafi til enda
    Blekkti starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík og lét millifæra til sín pening sem annar maður átti.
Föstudagur 27. nóvember 2015 kl. 09:37

Segir rannsókn lögreglu klúður frá upphafi til enda

- Hinn ákærði blekkti starfsmenn SpKef

Karlmaður var nýlega dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft tvær og hálfa milljón króna af Guðjóni Árna Konráðssyni, manni með þroskaskerðingu. Fjallað var um málið á RÚV í gær. Hinn ákærði blekkti starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík til að millifæra peninga af reikningi Guðjóns til sín. 

Málið var kært til lögreglunnar á Suðurnesjum árið 2007 en ákæra var ekki gefin út fyrr en árið 2013. Það hversu lengi málið dróst er ástæða þess að Hæstiréttur ákvað að skilorðsbinda dóminn. Lögmaður mannsins íhugar að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna mikilla tafa á rannsókn málsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í umfjöllun RÚV var rætt við systur mannsins, Jónu Ósk Konráðsdóttur, og sagði hún rannsókn málsins hafa verið klúður frá upphafi til enda. Málið hafi haft gríðarleg áhrif á fjárhag bróður síns. Hann eigi ekki neitt í dag en hafi verið vel stæður áður en það kom upp. Hún áætlar að hinn ákærði hafi haft um 9 milljónir af honum. Hún telur að hinn ákærði hafi einnig svikið Guðjón í fasteignaviðskiptum en lögregla rannsakaði það mál ekki. 

Í svari Lögreglunnar á Suðurnesjum til RÚV sagði að gríðarlegt álag hafi verið á rannsóknardeild á þeim tíma er málið var í rannsókn, auk þess sem krafa um niðurskurð hafi verið mikil.