Segir orkuna í álverið ekki til
„Álver í Helguvík og á Bakka myndu soga til sín nær alla orkuna frá orkulindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu,“ segir Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.
Sigmundur segir að þegar möguleg orkuöflun fyrir álver í Helguvík sé skoðuð ofan í kjölinn komi í ljós að Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka geti að líkindum útvegað álverinu um 360 MW. Álver með 250 þúsund tonna afkastagetu eins og upphaflega var áætlað þurfi 435 MW en nú sé ætlunin að byggja 360 þúsund tonna álver. Í það þurfi heil 630 MW „Hér vantar um 270 MW og sú orka er einfaldlega ekki til á Suðvesturlandi. Uppsett afl þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár er áætlað 255 MW. Það dugar ekki til,“ segir Sigmundur í grein sem hann ritar í vefritið Smuguna.
Sjá hér