Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segir niðurstöðuna áfall fyrir stjórnmálin
Þriðjudagur 13. september 2016 kl. 09:44

Segir niðurstöðuna áfall fyrir stjórnmálin

„Nei ég vil ekki segja að þetta sé áfall fyrir konur, ég myndi miklu frekar segja að þetta væri áfall fyrir stjórnmálin,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í viðtali við RÚV, aðspurð að því hvort niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi væri áfall fyrir hana og konur. Karlar lentu í efstu þremur sætum í prófkjörinu og Ragnheiður Elín í því fjórða. Hún var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu og þar síðustu Alþingskosningum og sóttist eftir því að leiða flokkinn í næstu kosningum, 29. október.

Eftir að niðurstaðan varð ljós tilkynnti Ragnheiður að hún myndi hætta í stjórnmálum eftir næstu kosningar. Hún ætlar að finna sér nýjan vettang og segir í viðtalinu við RÚV að framtíðin sé óskrifað blað sem hún hlakki mikið til að skrifa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024