Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Segir mengunarspá unna af dönskum vísindamanni
Fulltrúar United Silicon í pallborði á íbúafundi í gærkvöld. Agnar Olsen fjármálastjóri, Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála og Helgi Þórhallsson, forstjóri. VF-mynd/pket
Fimmtudagur 15. desember 2016 kl. 12:10

Segir mengunarspá unna af dönskum vísindamanni

Loftdreifilíkan eða mengunarspá sem United Silicon skilaði inn til Skipulagsstofnunar í umsóknarferli var unnið af dönskum vísindamanni, að sögn Helga Þórhallssonar, forstjóra United Silicon, á íbúafundi í Stapa í gærkvöld.

Fjölmargir íbúar Reykjanesbæjar mættu á fundinn sem haldinn var til að ræða um ófyrirséða mengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eftir framsögur gafst fundargestum tækifæri til fyrirspurna og spurði einn íbúi um uppruna mengunarspár sem í fyrstu var merkt dönsku verkfræðistofunni COWI. Síðar bárust þær upplýsingar að sérfræðingar stofunnar könnuðust ekki við að hafa unnið líkanið og því hefur nafn COWI verið afmáð úr skýrslum og í staðinn sett inn að United Silicon hafi unnið líkanið. Það hefur því ekki verið ljóst hver vann mengunarspána.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í máli Þorsteins Jónssonar, frá loftmengunarteymi Umhverfisstofnunar, kom fram að málið væri hið sérkennilegasta en að engar kröfur væru gerðar um að slík spá væri unnin af vottaðri verkfræðistofu. Þá sagði hann búið að fara yfir mengunarspána á fleiri stöðum og að henni og spá kísilvers Thorsil, sem áætlað er að rísi eftir tvo ár, beri vel saman.