Segir leigumarkaðinn hruninn

Leigumarkaðurinn í Reykjanesbæ er hruninn. Þetta hefur DV eftir  Pálma Þór Erlingssyni, eins af stofnendum hagsmunasamtaka um heilbrigða samkeppni á Suðurnesjum. Ástæðuna segir Pálmi Þór vera að hver sem er geti leigt íbúð uppi á Keflavíkurflugvelli, burtséð frá því hvort viðkomandi sé í námi eður ei. DV hefur eftir Kjartani Þór Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, að erfitt sé að búa til þétt kerfi sem ekki leki.
Gríðarlegt framboð er á leiguíbúðum í Reykjanesbæ en eftirspurn er lítil sem engin, segir í frétt DV. Sumir leigusalar bjóði íbúðir til leigu fyrir helminginn af því verði sem þekktist fyrir hrun.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				