Segir kvótakerfinu stríð á hendur
„Kvótakerfið er hryðjuverk,“ segir Ásmundur Jóhannsson, sjómaður í Sandgerði. Hann hefur sagt kvótakerfinu stríð á hendur og fer til sjós kvótalaus í mótmælaskyni við kerfið sem hann segir hafa hirt af sér allan kvótann. Fiskistofa hefur sent honum nokkur bréfin og á laugadaginn sveimaði þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Ásmundi þar sem hann var við veiðar. Málið mun vera komið í kæruferli samkvæmt því sem fram kemur í DV, sem fjallar um málið í morgun.
Í samtali við DV segir Ásmundur aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, í kjölfar álits mannréttindanefndar SÞ, lýsa „ást stjórnvalda á hryðjuverkum“.
„Ég er að reyna að benda þeim á að eftir að rassskellingardómstólarnir komu til sögunnar er loksins hægt að gera eitthvað,“ segir Ásmundur í samtalinu við DV og er hvergi banginn.
VF-mynd/elg: Ásmundur Jóhannsson.