Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segir hitakatla einfalda og færanlega lausn
Fimmtudagur 2. nóvember 2023 kl. 11:27

Segir hitakatla einfalda og færanlega lausn

„Maður hvorki tryggir né tyggur eftir á,“ segir Kjartan Ragnarsson, uppfinningamaður, en strax árið 2020 áður en fyrsta eldgosið reið yfir kynnti hann fyrir forstjórum HS Orku og HS Veitna ásamt bæjarstjórum allra sveitarfélaga á Suðurnesjunum, neyðaráætlun sem hann hafði samið ef eldgos myndi laska starfseminni við Svartsengi í Grindavík.

Eins og fram kom í fréttum á mánudag, telur HS Orka sig vera vel í stakk búið varðandi rafmagn á Suðurnesjum ef eldgos hæfist nálægt Svartsengi en erfiðara yrði að takast á við heitavatnsskort og myndi taka sinn tíma að ræsa nýja hitaveitu. Kjartan Ragnarsson er uppfinningamaður og kynnti með tölvupósti fyrir forstjórum HS Orku og HS Veitna, ásamt flestum bæjarstjórum á Suðurnesjunum, drög að neyðaráætlun. Það kemur honum á óvart að tæpum þremur árum og eldgosum seinna, sé ennþá ekki til skotheld neyðaráætlun ef eldgos myndi laska starfsemi hitaveitunnar við Svartsengi í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Tel mig vera með lausnina klára“

Kjartan kynnti hugmyndar sínar í janúar 2020. „Þegar skjálftarnir voru sem mestir í ársbyrjun 2020 fór ég að velta þessum hlutum fyrir mér. Í versta falli gæti lónið og hitaveitan farið undir hraun, þannig þarf að maður hugsa þessi mál. Maður hvorki tryggir né tyggur eftir á. Mesta váin er ef hitaveitan fer, nánast öll okkar hús eru kynt með heitu vatni svo það gefur auga leið að ef eldgos myndi stoppa flæði heits vatns til bæjanna á Suðurnesjum, yrði mikil ringulreið. Þegar ég las fréttirnar í gær [mánudag] varð mér nóg um og vil reyna vekja fólk til umhugsunar um þessa alvarlegu stöðu. Ég fór á stúfana í byrjun árs 2020 og komst í kynni við kínverskt fyrirtæki og tel mig vera með lausnina klára. Þetta er einföld lausn og það sem er kannski best við hana, hún er færanleg. Þetta eru hitakatlar sem gætu verið í hverju byggðarlagi en líklega yrði nóg að hafa þá á Fitjum þar sem Forðatankar af vatni eru til staðar. Þessir hitakatlar myndu tengjast inn á tankana þar og sjá svæðinu fyrir heitu vatni. Grindavík er kannski nokkuð sér á báti þar sem staðsetning bæjarins er nær væntanlegu eldgosi en segjum sem svo að eldgos hæfist við Svartsengi og það yrði heitavatnslaust til Grindavíkur, yrði hægt að koma þessum hitakatli fyrir hinum megin við Þorbjörn og tengjast inn á vatnstankinn sem er við Þorbjörn, þaðan inn á heitavatnsrörin sem liggja til Grindavíkur. Þessir hitakatlar ganga fyrir olíu, lítið mál yrði að koma tankbíl fyrir hjá hitakötlunum. Þetta er mjög einföld lausn og ég vona að forsvarsmenn HS Orku og HS Veitna opni augun fyrir þessari leið. Ég átti von á meiri viðbrögðum en betra er seint en aldrei,“ sagði Kjartan.