Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

SBK færir út kvíarnar
Þriðjudagur 26. apríl 2005 kl. 11:41

SBK færir út kvíarnar

SBK hefur í byrjun maí nýja þjónustu á Íslandi fyrir ferðamenn í Reykjavík í samstarfi við Kynnisferðir. Um er að ræða hringferð um höfuðborgina samkvæmt svokölluðu  “Hop On – Hop Off” fyrirkomulagi sem margir þekkja frá helstu stórborgum Evrópu.

Boðið verður upp á ferðir á klukkustundar fresti frá maí til september með viðkomu á tíu stöðum, alla daga frá 10 á morgnana fram til klukkan 17. 

Ferðirnar hefjast við Arnarhól og eru stoppistöðvar eftirfarandi:
Ægisgarður, Þjóðminjasafnið, BSÍ, Hótel Loftleiðir, Perlan, Kringlan, Suðurlandsbraut v/Hótel Nordica, Farfuglaheimilið Laugardal og Hallgrímskirkja.

Farþegar geta „hoppað úr“ og „hoppað inn“ á þessum stöðum og dvalið eins lengi og þeir vilja og haldið svo hringferðinni áfram.

SBK hefur fest kaup á tveimur tveggja hæða vögnum sem taka 80 manns í sæti og eru sérútbúnir og sérmerktir skv. einkaleyfi frá Citysightseeing Ltd. í Englandi. Í vögnunum er leiðsögukerfi sem hefur til boða eftirfarandi 8 tungumál: íslensku, ensku, dönsku, frönsku, þýsku, spænsku, ítölsku og japönsku.

„Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri SBK sagði í samtali við Víkurfréttir að undirbúningur fyrir þetta verkefni hafi staðið allt frá síðasta sumri. „Við sáum þarna gott tækifæri og stukkum á það. Við erum ekkert hræddir við að færa okkar starfsemi út á Stór-Reykjavíkursvæðið, enda má segja að þetta sé allt á Stór-Reykjanesbæjarsvæðinu!“ sagði Einar á léttu nótunum.

Möguleikar verkefnisins eru miklir og segir Einar að þeir séu afar bjartsýnir. „Það eru miklar líkur að við færum út kvíarnar og ég trúi því að við verðum farnir í gang með svipað fyrirkomulag á Suðurnesjum fyrr en síðar.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024