Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sautján nemendur af Suðurnesjum útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri
Fimmtudagur 17. júní 2004 kl. 18:15

Sautján nemendur af Suðurnesjum útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri

Það var hátíðleg stund í Keflavíkurkirkju í morgun þegar 17 nemendur sem stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri voru útskrifaðir frá skólanum. Er þetta í fyrsta sinn sem nemendur eru útskrifaðir af háskólastigi á Suðurnesjum. Nemendurnir hafa stundað fjarnámið í gegnum fjarfundabúnað sem staðsettur er í miðstöð símenntunar, en nemendurnir hafa námsaðstöðu hjá MSS. Níu nemendur útskrifast úr hjúkrunarfræði og átta úr rekstrar- og viðskiptafræði.
Kaffisamsæti var í Kirkjulundi eftir útskriftina í boði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Nánar verður greint frá þessum viðburði á vf.is á morgun og í Víkurfréttum í næstu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024