Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sautján ára í hraðakstri
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 14. nóvember 2019 kl. 09:46

Sautján ára í hraðakstri

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 140 km hraða á Reykjanesbraut í gær þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þar var á ferðinni sautján ára stúlka og hafði lögregla samband við forráðamenn hennar vegna málsins þar sem hún hafði ekki náð átján ára aldri.

Annar ökumaður sem einnig var staðinn að hraðakstri ók hópferðabifreið. Hann mældist á 91 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024