Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Sautján ára fékk 240 þúsund króna fjársekt
Þriðjudagur 23. október 2018 kl. 10:12

Sautján ára fékk 240 þúsund króna fjársekt

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann þarf að greiða 240 þúsund króna fjársekt og sæta sviptingu ökuleyfis í þrjá mánuði, auk þriggja refsipunkta í ökuferilsskrá. Í ljósi ungs aldurs hans hafði lögregla samband við aðstandendur hans.
 
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum vegna vanrækstu eigenda varðandi skoðunar – og tryggingarmál og einn ökumaður var tekinn úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.
Public deli
Public deli