Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sást þú Diddu og dauða köttinn á föstudagskvöldið?
Laugardagur 8. febrúar 2003 kl. 15:46

Sást þú Diddu og dauða köttinn á föstudagskvöldið?

Þeir bíógestir sem sáu fjölskyldumyndina um Diddu og dauða köttinn í Keflavík í gærkvöldi, föstudagskvöld kl. 18 eða 20 geta tekið gleði sína á ný, því þeir geta allir fengið að sjá myndina aftur, gegn framvísun bíómiðans. Ástæðan er sú að sýningareintakið sem sýnt var á þessum tveimur sýningum var gallað og hljóðið ekki eins og það átti að vera. Nú hefur hins vegar verið gert nýtt sýningareintak og bæði hljóð og mynd eins og best verður á kosið. Kvikmyndin fær mjög góða dóma og í Morgunblaðinu í dag fær kvikmyndin tvær og hálfa stjörnu, sem er mjög góður dómur um myndina. Kvikmyndin um Diddu og dauða köttinn er bæði fyndin og spennandi og þarna fer mynd sem hvorki börn, unglingar, né fullorðnir mega láta fram hjá sér fara.Didda og dauði kötturinn er sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói. Kvikmyndin er til sýninga um helgar í Reykjavík og Akureyri, en verður sýnd alla daga vikunnar í Keflavík til að byrja með.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024