SAS flýgur milli Svíþjóðar og Íslands
Flugfélagið SAS Sweden hóf í dag áætlanaferðir á milli Keflavíkur og Stokkhólms. Af því tilefni var haldin vígsluathöfn fyrir farþega og aðra gesti.
Flogið verður þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 09:25. Síðasta árið hefur SAS Braathens flogið milli Osló og Keflavíkur, fyrst þrisvar á viku en þeim ferðum var fjölgað upp í fimm vegna mikillar aðsóknar.
Undanfarið hefur flugfélagið Scandinavian Airlines stækkað leiðakerfi sitt innan Evrópu, og um leið aukið verulega framboð lággjaldafarrýma. Þessi nýjasta viðbót við starfsemina er liður í því verkefni.
Nánar um málið í VefTV hægra megin á síðunni.
VF-mynd/Þorgils: Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri FLE, fagnar áfanganum ásamt Bryndísi Torfadóttur og Erik Weraas frá SAS.