Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 3. febrúar 2002 kl. 17:48

Sandpokar og flekar fyrir hurðum

Ástandið við sjávarhlið húsa við neðanverða Hafnargötu er skrautlegt. Þar eru flekar og sandpokar fyrir hurðum. Ægisgatan, sem er vegurinn neðan Hafnargötu er horfinn og þar er bara að sjá stórgrýti.Ljósmyndari Víkurfrétta skoðaði ummerki eftir óveðrið í dag, sólarhring síðar, og voru meðfylgjandi myndir teknar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024