Sandgerðismærin fannst á Akureyri
Lögreglan í Keflavík og Reykjavík leitaði í gær tveggja stúlkna, 13 og 14 ára, sem ekki höfðu sést frá því á miðvikudag. Þær fundust í gærkvöldi á Akureyri, heilar á húfi.Þær voru taldar hafa strokið að heiman og hugsanlega ferðast á puttanum til Akureyrar eða Húsavíkur. Stúlkurnar heita Elsa Kristjánsdóttir, fædd 1987, til heimilis á Holtsgötu 7a, Sandgerði, og Elísabet Bogadóttir, fædd 1986, til heimilis á Meistaravöllum, 19, Reykjavík. Elsa fór að heiman kl. 14 á miðvikudaginn 25. október. Elsa var talin vera með vinkonu sinni, Elísabetu, úr Reykjavík, sem einnig var tilkynnt týnd. í gærkvöldi fundust stúlkurnar svo í Veganesti við Akureyri heilar á húfi. Þær hugðust ferðast hringinn í kringum Ísland á puttanum. Ættingjar stúlknanna sóttu þær á lögreglustöðina á Akureyri í gærkvöldi.