Föstudagur 21. desember 2018 kl. 14:09
Sandgerðiskrakkar gáfu Fjölskylduhjálp
Krakkarnir í Sandgerðisskóla tóku þátt í góðgerðarstarfi á jólastöðvum í skólanum. Þau bökuðu kókoskúlur og gerðu falleg jólakort. Gjafirnar voru afhentar fjölskylduhjálp og munu vonandi koma sér vel.