Sandgerðisdögum aflýst
Sandgerðisdögum hefur verið aflýst en bæjarhátíðin átti að fara fram helgina 25.-27. ágúst n.k. Var Sandgerðisdögum aflýst í kjölfar hins hörmulega atburðar í gærkvöld þegar tveir karlmenn létu lífið í bílslysi á Garðskagavegi.
Einn liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir áreksturinn í gær.
Loftmynd af Sandgerði