Sandgerðisbær vill fjölga íbúum sínum

Rekstur Sandgerðisbæjar er mjög traustur og er sveitarfélagið í hópi þeirra fjársterkustu. Stefna bæjarstjórnarinnar er að láta íbúana njóta þess og því eru þjónustugjöld og ýmsar álögur með því lægsta sem þekkist hér á landi.
Þjónustuuppbygging bæjarfélagsins hefur undanfarin ár miðast við 2000 íbúa og því er sveitarfélagið vel undirbúið fyrir nýjum Sandgerðingum.
VF-mynd Margrét