Sandgerðisbær vill fjölga íbúum sínum
Í dag var set á stað markaðsátak sem miðar að fjölgun íbúa Sandgerðisbæjar um 30% á næstu árum eða í 1800 íbúa. Þá verður ýmislegt gert til að ná þessu takmarki, lóðir hafa verið skipulagðar fyrir um 100 íbúðir í bæjarfélaginu og ráðist verður í sérstaka kynningu á bænum um land allt sérstaklega miðað að fólki á aldrinum 20-40 ára. Þá verður staðurinn auglýstur sérstaklega í fjölmiðlum.
Rekstur Sandgerðisbæjar er mjög traustur og er sveitarfélagið í hópi þeirra fjársterkustu. Stefna bæjarstjórnarinnar er að láta íbúana njóta þess og því eru þjónustugjöld og ýmsar álögur með því lægsta sem þekkist hér á landi.
Þjónustuuppbygging bæjarfélagsins hefur undanfarin ár miðast við 2000 íbúa og því er sveitarfélagið vel undirbúið fyrir nýjum Sandgerðingum.
VF-mynd Margrét
Rekstur Sandgerðisbæjar er mjög traustur og er sveitarfélagið í hópi þeirra fjársterkustu. Stefna bæjarstjórnarinnar er að láta íbúana njóta þess og því eru þjónustugjöld og ýmsar álögur með því lægsta sem þekkist hér á landi.
Þjónustuuppbygging bæjarfélagsins hefur undanfarin ár miðast við 2000 íbúa og því er sveitarfélagið vel undirbúið fyrir nýjum Sandgerðingum.
VF-mynd Margrét