Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðisbær stofnar bílastæðasjóð
Miðvikudagur 27. febrúar 2013 kl. 04:19

Sandgerðisbær stofnar bílastæðasjóð

Starf stöðumælavarða verður senn til á Suðurnesjum. Sandgerðisbær er að stofna til bílastæðasjóðs en skv. 108 gr. umferðarlaga sveitarsjóðum einum heimilt að reka bílastæðasjóði. Bílastæðasjóðurinn er stofnaður að beiðni ISAVIA og kemur til vegna aukinnar umferðar um Keflavíkurflugvöll hin síðari ár.

Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, sagði í samtali við Víkurfréttir að aukinni flugumferð hafi fylgt samsvarandi álag á umferðarmannvirkin við flugstöðina og í nágrenni hennar. Flugstöðin er innan bæjarmarka Sandgerðisbæjar og því kemur það í hlut bæjarins að stofna sjóðinn. Þessu hafa fylgt ýmis vandamál við stjórnun umferðarinnar eins og við rekstur ógjaldskyldra stöðureita og tíðni umferðarlagabrota þar sem bifreiðum er lagt ólöglega hefur aukist umtalsvert.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024