Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðisbær situr enn uppi með ónotaða heilsugæslustöð
Þriðjudagur 3. nóvember 2009 kl. 12:51

Sandgerðisbær situr enn uppi með ónotaða heilsugæslustöð


Heilbrigðiráðuneytið hefur tilkynnt Sandgerðisbæ að það muni beita sér fyrir því að teknar verði upp beinar viðræður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Sandgerðisbæjar vegna stöðu heilsugæslunnar í Sandgerðisbæ.

Í Vörðunni í Sandgerði er vistleg og fullinnréttuð heilsugæslustöð. Samt er þar engin starfsemi. Húsnæðið hefur staðið ónotað í marga mánuði. Sandgerðisbær ráðstafaði 20 milljónum króna til að sérhanna og innrétta húsnæðið samkvæmt samkomulagi við heilsugæslustöðina um að þarna yrði framtíðarhúsnæði hennar. Þegar verkinu var lokið kom hins vegar tilkynning um að ekkert yrði af þessum áformum vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu.

Bæjaryfirvöld í Sandgerði sendu fyrir nokkru formlegt erindi til heilbrigðisráðuneytis vegna þessa máls. Á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn kom fram að ráðuneytið myndi beita sér fyrir þessum viðræðum og mun vera fyrirhugaður fundur með fulltrúum bæjarins, ráðuneytis og HSS.

Bæjarráð leggur þunga áherslu á að þjónusta við íbúa verði færð í takt við lög og húsnæði Heilsugæslunnar í Sandgerði tekið í notkun hið fyrsta, segir í fundargerð.
---

VFmynd/elg – Húsakynni heilsugæslunnar eru björt og rúmgóð. Þar hófst hins vegar aldrei starfsemi eins og til stóð. Bærinn situr uppi með 20 milljóna króna kostnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024