Sandgerðisbær semur við HS Orku
Sandgerðisbær hefur að undangenginni verðkönnun meðal orkufyrirtækja ákveðið að semja við HS Orku um öll raforkukaup sveitarfélagsins. Sandgerðisbær og HS Orka hafa átt í góðu samstarfi um langa tíð og með þessum samningi er tryggt að svo verði áfram.
Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri og Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku skrifuðu undir samninginn á bæjarskrifstofunni í dag, þann 19. desember.
„Við erum mjög ánægð með þennan samning og áframhaldandi samstarf við HS Orku,“ sagði Sigrún bæjarstjóri, „hann lækkar kostnað okkar við þennan þátt rekstursins og er til hagsbóta fyrir bæjarfélagið“.
Jóhann frá HS Orku tók í sama streng. „Við fögnum því að hafa gengið frá þessum samningi við Sandgerðisbæ, enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samstarf við sveitarfélögin á Suðurnesjum, á okkar heimasvæði“.