Sandgerðisbær hlýtur Landgræðsluverðlaunin 2010
Sandgerðisbær hlýtur Landgræðsluverðlaunin 2010 en Landgræðsla Ríkisins sendi bæjaryfirvöldum tilkynningu þess efnis nú í vikunni. Sandgerðisbær hlýtur verðlaunin ásamt fjórum öðrum aðilum og verða þau afhent í Gunnarsholti 11. nóvember n.k. Landgræðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum.