SANDGERÐISBÆR HÆTTIR AÐ NOTA ÓLÖGLEGAN BÚNAÐ
Nú hefur Sandgerðisbær í samstarfi við OK samskipti fjárfest í Microsoft hugbúnaði fyrir tölvukerfi sín. Í kjölfar samnings sem Ríkið gerði við Microsoft um íslenskun á Windows 98, sem áætlað er á íslenskan markað í haust, hafa ríkisstofnanir og sveitafélög skuldbundið sig til að gerast löglegir notendur af öllum hugbúnaði frá Microsoft, mun þetta vera liður í því átaki.„Við höfum í auknum mæli lagt áherslu á að veita fyrirtækjum heildarþjónustu í tölvumálum. Samstarf okkar við EJS hefur gefið okkur möguleika á að bjóða upp á frábærar lausnir varðandi hugbúnað og vélbúnað með þekktum merkjum eins og Dell, Microsoft og 3Com. Sandgerðisbær hefur nú tekið stökkbreytingum í upplýsingamálum og hefur nú stækkað tengingu sína við internetið með hjálp ISDN línu og leiðarstjóra frá 3Com” sagði Georg Aspelund Þorkelsson, markaðsstjóri OK„Þau fyrirtæki sem kaupa Office ‘97 pakkann fá fría uppfærslu á Office 2000 þegar hann kemur út í sumar, þannig að menn þurfa ekki að óttast að vera með úreltan hugbúnað í notkun” sagði Georg að lokum.