Sandgerðingar vilja ræða atvinnuuppbyggingu
Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur til umræðu um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum sem umræðuefni á árlegum vetrarfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fer í mars næstkomandi.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur óskað eftir tillögum bæjarstjórna að fundarefni fyrir vetrarfund sambandsins.
Bæjarráð Sandgerðis ræddi hugmyndir að dagskrá vetrarfundar og komu eftirfarandi hugmyndir fram um kynningu á atvinnuuppbyggingu á svæðinu:
a) Svæðisskipulag (sameiginleg uppbygging atvinnusvæða)
b) Svartsengi (auðlindagarður)
c) ISAVIA (flugvallarsvæði, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar)
d) Ferðaþjónusta
e) Sjávarútvegur (nýjungar)