Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðingar vilja betri löggæslu
Sunnudagur 17. september 2006 kl. 10:32

Sandgerðingar vilja betri löggæslu

Bæjarstjórn Sandgerðis vill betri löggæslu í bæjarfélagið “að gefnu tilefni”, eins og það er orðað í fundargerð frá síðasta bæjarstjórnarfundi. Þar segir jafnframt að Sýslumaðurinn í Keflavík verði að bæta eftirlitið og koma því til leiðar að löggæslan verði gerð sýnilegri í bæjarfélaginu.
Samkvæmt upplýsingum VF er það helst tíður hraðakstur á Sandgerðisvegi sem veldur bæjarbúum þungum áhyggjum og verður sú krafa því æ háværari að löggæslan verði sýnilegri. Er þá jafnvel talað um að lögregla verði að staðaldri staðsett í bæjarfélaginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024