Sandgerðingar taka undir með SÁÁ
Bæjarrráð Sandgerðisbæjar tekur undir þau sjónarmið SÁÁ að meira fjármagn þurfi til meðferðarmála barna á íslandi. Þá telur ráðið ekki síður mikilvægt að efla forvarnir. Bæjarráð telur hins vegar ekki rétt að fara þá leið að skilyrða ákveðinn hluta af áfengisgjaldinu til málaflokksins.
SÁÁ hefur óskað eftir stuðningi við það baráttumál sitt að 10% af áfengisgjaldinu sem ríkið innheimtir verði varið til þess að veita þolendum áfengis- og vímuefnavandans nauðsynlega þjónustu. Farið er fram á stuðningsyfirlýsingu sveitarfélagsins og aðstoð við öflun undirskrifta í erindi sem sent hefur verið m.a. til allra bæjarstjórna á Suðurnesjum.