Sandgerðingar styðja Grænlendinga
Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt að styðja landssöfnunina Vinátta í verki, landssöfnun vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi þann 18. júní sl., með framlagi upp á 100.000 krónur.
Landssöfnun vegna náttúruhamfara og sjávarflóða í Nuugattsiaq í Grænlandi hefur staðið undanfarnar vikur og hafa nær öll sveitarfélög á Suðurnesjum tekið þátt í söfnuninni. Bæjarstjóra Sandgerðis var falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa og leggja fyrir bæjarráð.