Fréttir

Sandgerðingar samþykkja byggðasamlag brunavarna
Laugardagur 29. nóvember 2014 kl. 06:27

Sandgerðingar samþykkja byggðasamlag brunavarna

Drög að samningi um byggðasamlag Brunavarna Suðurnesja liggja nú fyrir og hefur bæjarráð Sandgerðisbæjar tekið málið til afgreiðslu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að Sandgerðisbær gerist aðili að byggðasamlagssamningi um Brunavarnir Suðurnesja með fyrirvara um uppgjör á eignum og skuldum og stöðu stofnefnahagsreiknings byggðasamlagsins og að áframhaldandi starfsemi starfsstöðvar í Sandgerði verði tryggð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024