Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Sandgerðingar sækja um undanþágu
Sunnudagur 30. nóvember 2014 kl. 08:16

Sandgerðingar sækja um undanþágu

Erindi framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 17. nóvember varðandi málefni fatlaðs fólks á Suðurnesjum var tekið til afgreiðslu í bæjarráði Sandgerðisbæjar í vikunni.

Stjórn S.S.S. bendir í erindinu á að núverandi samningur um þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks á Suðurnesjum rennur út um áramótin. Ljóst er að ekki er samkomulag um að stofna byggðasamlag með þátttöku allra fimm sveitarfélaganna og ekki er vilji til að semja við leiðandi sveitarfélag um verkefnið. Stjórn S.S.S. vísar því verkefninu til sveitarfélaganna og þau leiti leiða til að halda utan um það.

Bæjarráð Sandgerðis felur bæjarstjóra að óska eftir undanþágu frá lögum um fjölda þjónustuþega á þjónustusvæði sbr. 4. gr. laga nr. 59/1992.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024