Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðingar óánægðir með sinn hlut
Föstudagur 19. desember 2008 kl. 11:57

Sandgerðingar óánægðir með sinn hlut

Grindavíkurbær fær 35 milljónir króna af þeim 250 milljónum sem úthlutað er úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna tímabundins samdráttar í þorskafla 2008.  Grindavík fær hæstu upphæðina í úthlutuninni.
Sandgerðingar fá tæpar 1,8 milljónir króna  í sinn hlut og lýsir bæjarstjórn yfir mikilli óánægju vegna þess. Bæjarstjórn hefur falið bæjastjóra að koma á fundi með bæjarráði og samgönguráðherra ásamt fulltrúa samgönguráðuneytisins til að fara yfir málið „með tilliti til loforða um endurskoðun frá síðasta ári,“ eins og segir í fundargerð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024