Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðingar mótmæla vegatollum
Fimmtudagur 2. mars 2017 kl. 06:00

Sandgerðingar mótmæla vegatollum

- Bæjarráð vill aðrar leiðir til að fjármagna vegakerfið

Fulltrúum í bæjarráði Sandgerðisbæjar hugnast ekki að teknir verði upp vegatollar á Reykjanesbraut. Á fundi sínum í fyrradag ályktaði ráðið að vegatollarnir myndu leggja óeðlilegar álögur á íbúa sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarinnar og séu því í raun landsbyggðarskattur.

Ályktun bæjarráðs Sandgerðis um vegatolla er eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð Sandgerðisbæjar varar við hugmyndum um upptöku vegtolla á leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkt leggur óeðlilegar álögur á íbúa sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgar og er í raun landsbyggðarskattur. Fyrir íbúa á Suðurnesjum er þetta sérstaklega bagalegt þar sem þjónusta ríkisins á svæðinu hefur verið skert á undanförnum árum og í auknu mæli verið flutt til Reykjavíkur. Heilbrigðisþjónustan þar skýrasta dæmið. Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur því að nota verði aðrar leiðir en vegatolla til að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir við vegakerfið.