Sandgerðingar furða sig á mismunandi viðbrögðum stjórnvalda
Bæjarráð Sandgerðis furðar sig á mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við skerðingu aflaheimilda milli sveitarfélaga. Þeir telja að aðgerða sé þörf víðar, til dæmis í Sandgerði þar sem horft er fram á mikla skerðingu í þorsklöndun með tilheyrandi tekjutapi Sandgerðishafnar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum á Sandgerðishöfn í miklum rekstrarörðugleikum og nemur tap hennar um 40 milljónum á ári.
Hér eftir fylgir bókun bæjarráðs í heild sinni:
Bókun frá 421. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar 10. júlí sl.
Bæjarráð furðar sig á ólíkum viðbrögðum stjórnvalda við skerðingu/breytingu aflaheimilda eftir sveitarfélögum og minnir á að óbætt eru um og yfir 10.000 tonn er voru flutt frá Sandgerðishöfn á tveimur árum fyrir u. þ. b. 10 árum þegar frystihús og fiskvinnslur lokuðu og Sandgerðisbær skilinn eftir með fjárfestingar í hafnaraðstöðu upp á hundruði milljóna króna.
Þá vill bæjarráð benda á að menn og fyrirtæki sem hafa haldið baráttunni áfram við öflun veiðiheimilda á síðustu árum eru enn að verða fyrir skerðingu aflaheimilda og má þar nefna fyrirtæki eins og Nesfisk í Garði sem hefur náð að byggja upp aflaheimildir og atvinnurekstur sem enn og aftur er verið að rýra.Nú má gera ráð fyrir skerðingu í þorsklöndun í Sandgerðishöfn upp á 3.000 tonn miðað við afla síðasta árs. Hallarekstur hafnarinnar á síðasta ári var um kr. 40.000.000 vegna framkvæmda fyrri ára og ekki bólar mikið á stuðningsaðgerðum stjórnvalda við Sandgerðisbæ.
Hér eftir fylgir bókun bæjarráðs í heild sinni:
Bókun frá 421. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar 10. júlí sl.
Bæjarráð furðar sig á ólíkum viðbrögðum stjórnvalda við skerðingu/breytingu aflaheimilda eftir sveitarfélögum og minnir á að óbætt eru um og yfir 10.000 tonn er voru flutt frá Sandgerðishöfn á tveimur árum fyrir u. þ. b. 10 árum þegar frystihús og fiskvinnslur lokuðu og Sandgerðisbær skilinn eftir með fjárfestingar í hafnaraðstöðu upp á hundruði milljóna króna.
Þá vill bæjarráð benda á að menn og fyrirtæki sem hafa haldið baráttunni áfram við öflun veiðiheimilda á síðustu árum eru enn að verða fyrir skerðingu aflaheimilda og má þar nefna fyrirtæki eins og Nesfisk í Garði sem hefur náð að byggja upp aflaheimildir og atvinnurekstur sem enn og aftur er verið að rýra.Nú má gera ráð fyrir skerðingu í þorsklöndun í Sandgerðishöfn upp á 3.000 tonn miðað við afla síðasta árs. Hallarekstur hafnarinnar á síðasta ári var um kr. 40.000.000 vegna framkvæmda fyrri ára og ekki bólar mikið á stuðningsaðgerðum stjórnvalda við Sandgerðisbæ.