Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerðingar fella niður fasteignaskatt
Mánudagur 20. maí 2013 kl. 07:00

Sandgerðingar fella niður fasteignaskatt

Bæjarfélagið stendur nú undir árlegum útgjöldum

Á fundi bæjarstjórnar Sandgerðis þann 8. maí sl. var samþykkt samhljóða að á næsta ári verði fellt niður 25% tímabundið viðbótarálag á fasteignaskatt íbúðarhúsnæðis, en viðbótarálagið var sett á árin 2012 og 2013. Samkvæmt fundargerð er ákvörðun um niðurfellingu álagsins tekin í ljósi þess árangurs sem náðst hefur við endurskipulagningu á rekstri og skuldum bæjarfélagsins.

Í fundargerðinni segir ennfremur að rekstrarniðurstaða ársins 2012 gefi skýrt til kynna að góður árangur hafi náðst við fjárhagslega endurskipulagningu bæjarfélagsins síðustu ár. Tekist hafi að hagræða og lækka rekstrarútgjöld verulega og endurskipuleggja skuldir og skuldbindingar þannig að bæjarfélagið standi nú undir árlegum útgjöldum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sama fundi var ársreikningur Sandgerðsbæjar samþykktur einróma og lýsti bæjarstjórn í kjölfarið yfir ánægju með niðurstöður reikningsins og færði til bókar þakkir fyrir góð störf, samstöðu og sátt í samfélaginu um að taka á þeim fjárhagsvanda sem bæjarfélagið hefur glímt við.