Sandgerði: Taka 100 milljóna lán fyrir Vörðunni
Bæjarráð Sandgerðis samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 16 ára. Það var í samræmi við lánstilboð sem lá fyrir á fundinum.
Lán þetta er tekið til að fjármagna kaup á húsnæði bæjarins í Vörðunni Miðnestorgi og standa tekjur sveitarfélagins til tryggingar á láninu.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, fékk jafnframt ótakmarkað umboð til að undirrita lánssamninga sbr. ofannefnt mál og einnig til að móttaka undirrita, og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
VF-mynd/elg: Sandgerði séð ofan úr Vörðunni
Lán þetta er tekið til að fjármagna kaup á húsnæði bæjarins í Vörðunni Miðnestorgi og standa tekjur sveitarfélagins til tryggingar á láninu.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, fékk jafnframt ótakmarkað umboð til að undirrita lánssamninga sbr. ofannefnt mál og einnig til að móttaka undirrita, og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
VF-mynd/elg: Sandgerði séð ofan úr Vörðunni