Sandgerði: Stækkun leikskóla boðin út á ný
Bæjarráð Sandgerðis hefur falið byggingarfulltrúa að bjóða út að nýju framkvæmdir við stækkun leikskólans Sólborgar. Verða tilboð tekin til afgreiðslu á fyrri fundi bæjarráðs í ágúst, en gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tekið í notkun í byrjun ágúst 2007.
S-listi Samfylkingar segir í bókun að þau geri ekki athugasemdir við fyrirhugað útboð en vilja taka fram að það er skoðun framboðsins að réttara væri að hefjast handa við byggingu nýs leikskóla.
Fulltrúar K-lista og D-lista tóku því fram að því tilefni að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir umræddri stækkun og að ekki verði ráðist í aðrar framkvæmdir í leikskólamálum fyrr en lokið verði við umrædda framkvæmd.