Sandgerði: Rekstrartekjur námu 773 milljónum.
Rekstrartekjur Sandgerðisbæjar á síðasta ári námu 773,4 milljónum króna samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 646,9 millj. kr.
Rekstarniðurstaða sveitarfélagins var neikvæð um 12,8 milljónir, þar af 6,9 milljónir í A hluta.
Samkvæmt efnahagsreikningi Sandgerðisbæjar var eigið fé hans í lok síðasta árs 492,4 milljónir kr. en þar af nam eigið fé A hluta 769,5 milljónum.
Laun og launatengd gjöld hjá samstæðunni voru 407,5 millj. kr. og breyting lífeyrisskuldbindinga 31,2 millj. kr. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 109. Skatttekjur sveitafélagsins voru 368 þús. kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 421 þús. kr. á hvern íbúa hjá A hlutanum en 504 þús. kr. hjá samstæðunni í heild.
Álagningarhlutfall útsvars var 12,7% en lögbundið hámark þess er 13,03%.
Í efnahagsreikningnum segir að rekstrarumhverfi Sandgerðishafnar virðist áfram vera að batna, tekjur aukist og hagrætt hafi verið í rekstri. En þar sem höfnin sé mjög skuldsett eftir miklar hafnarframkvæmdir á síðustu árum, sé ljóst að fjármagnskostnaður mun verða mikill baggi næstu árin.
Rekstarniðurstaða sveitarfélagins var neikvæð um 12,8 milljónir, þar af 6,9 milljónir í A hluta.
Samkvæmt efnahagsreikningi Sandgerðisbæjar var eigið fé hans í lok síðasta árs 492,4 milljónir kr. en þar af nam eigið fé A hluta 769,5 milljónum.
Laun og launatengd gjöld hjá samstæðunni voru 407,5 millj. kr. og breyting lífeyrisskuldbindinga 31,2 millj. kr. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 109. Skatttekjur sveitafélagsins voru 368 þús. kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 421 þús. kr. á hvern íbúa hjá A hlutanum en 504 þús. kr. hjá samstæðunni í heild.
Álagningarhlutfall útsvars var 12,7% en lögbundið hámark þess er 13,03%.
Í efnahagsreikningnum segir að rekstrarumhverfi Sandgerðishafnar virðist áfram vera að batna, tekjur aukist og hagrætt hafi verið í rekstri. En þar sem höfnin sé mjög skuldsett eftir miklar hafnarframkvæmdir á síðustu árum, sé ljóst að fjármagnskostnaður mun verða mikill baggi næstu árin.