Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: Ný leikskólaviðbygging tekin í notkun
Mánudagur 22. september 2008 kl. 14:42

Sandgerði: Ný leikskólaviðbygging tekin í notkun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ný viðbygging leikskólans í Sandgerði var tekin formlega í notkun síðastliðinn föstudag að viðstöddum fjölda gesta.

Í tilefni dagsins voru nokkrar gjafir færðar leikskólanum. A. Pálsson gaf tveir víðsjár og hnattlíkan með ljósi, kvenfélagið Hvöt gaf stafræna vídeóupptökuvél, Gunnar Guðbjörnsson færði starfsfólkinu peningagjöf og leikskólanum blómakörfu, Eybjörg Helga Daníelsdóttir gaf myndverk eftir hana sjálfa og Sandgerðisbær færði leikskólanum 40 stóla fyrir fundi og samkomur ásamt tölvum fyrir starfsmannaaðstöðu, að því er segir í frétt á www.245.is.

Fimm deildir eru í dag á leikskólanum og 130 börn.

Mynd/www.245.is