Sandgerði má muna fífil sinn fegri sem útgerðarstaður
„Sandgerði má muna fífil sinn fegri sem útgerðarstaður. Það eru ekki mörg ár síðan héðan var gerður út glæsilegur floti fiskiskipa, að hér mátti finna myndarlega fiskvinnslu, bæði frystihús og fiskimjölsverksmiðju. Ég þarf svo sem ekki að rekja þessa sögu fyrir ykkur. Þið kunnið hana örugglega betur en ég, og vitið allt um það hvernig útgerð og fiskvinnslu hefur hnignað ört hér í Sandgerði í undanförnum árum. Aðallega í nafni hagræðingar“. Þetta kemur m.a. fram í sjómannadagsræðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar alþingismanns sem flutt var í Sandgerði á sjómannadaginn.Ræða flutt á Sjómannadaginn í Sandgerði
Magnús Þór Hafsteinsson
Hér á eftir fer ræða sem Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins og þingmaður Suðurkjördæmis flutti á sjómanndaginn í Sandgerði.
Ágætu áheyrendur.
Ég vill hefja mál mitt á því að fá að þakka fyrir að hafa verið boðið að koma hingað í dag til að halda hér ræðu dagsins. Það er mikill og ánægjulegur heiður fyrir mig. Mér þykir það tilhlýðilegt í ljósi þess hvernig málum hefur verið háttað hér í Sandgerði, að gera fiskveiðistjórnun og kvótamál að ræðuefni.
Sandgerði má muna fífil sinn fegri sem útgerðarstaður. Það eru ekki mörg ár síðan héðan var gerður út glæsilegur floti fiskiskipa, að hér mátti finna myndarlega fiskvinnslu, bæði frystihús og fiskimjölsverksmiðju. Ég þarf svo sem ekki að rekja þessa sögu fyrir ykkur. Þið kunnið hana örugglega betur en ég, og vitið allt um það hvernig útgerð og fiskvinnslu hefur hnignað ört hér í Sandgerði í undanförnum árum. Aðallega í nafni hagræðingar. Það er nöturleg staðreynd að segja megi að «nú sé hún Snorrabúð stekkur», þó enn megi finna hér glæsileg fiskvinnslufyrirtæki sem rekin eru af dugnaði, og enn megi finna örfáar útgerðir sem enn leitast við að gera skip og báta út til fiskjar.
Á þessum dýrðlega sumardegi; hátíðisdegi sjómanna; þegar maður stendur hér og horfir yfir höfnina hér í Sandgerði þar sem allur flotinn liggur inni, er ekki laust við að það setji að manni ákveðinn trega. Hvernig má það vera að ein besta fiskihöfn landsins er jafn tómleg og raun ber vitni? Hvernig má það vera að við sjáum sömu sjón mjög víða um land þar sem útgerð hefur hnignað; bátum hefur fækkað, landvinnsla lent í kreppu og kannski lagt af að stóru leyti, hægt hefur á hjólum atvinnulífsins í byggðunum, minni peningar verða í umferð, það fer að bera á atvinnuleysi sem áður var óþekkt sem síðan leiðir til þess að fólk glatar trúnni á framtíðina á þessum stöðum. Það fer að hugsa sér til hreyfings úr byggðinni, unga fólkið fer fyrst.
Þegar litið er yfir sviðið þá stendur upp úr sú staðreynd að allt tengist þetta því að menn hafa verið að braska með réttinn til að stunda fiskveiðar. Sjálft fjöregg sjávarbyggðanna er orðið að ískaldri markaðsvöru sem menn höndla með sín á milli. Stjórnvöld hafa búið þannig um hnútana að rétturinn til að nýta Íslandsmið er í raun orðinn að einkaeign örfárra útvaldra, sem í raun er alltaf að fækka. Þessum aðilum er algerlega frjálst að nota þennan rétt eins og þeim sýnist. Þeir geta notað hann til að veiða fisk, en þeir geta líka verslað með hann. Annað hvort leigt hann frá sér til eins árs í senn, eða þá selt hann varanlega frá sér. Þetta hefur nú gerst í nálega 20 ár, þrátt fyrir að fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna segi að fiskistofnar við Ísland séu sameign íslensku þjóðarinnar. Og það er ekkert sem bendir til annars en að þetta muni halda áfram að gerast, jafnvel þó að ríkisstjórnarflokkarnir þykist nú ætla að binda þessa lagagrein í stjórnarskrá. Hvernig væri nú að tryggja að farið sé eftir fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaganna, ÁÐUR er farið er út í að negla hana í stjórnarskrá lýðveldisins?
Sjávarútvegur í Sandgerði hefur farið mjög illa út úr þessu kerfi. Það má segja að hið sama gildi um flest önnur sjávarpláss á Íslandi. Það er augljóst hverjum sem vill sjá, að kvótinn, það er ávísunin á réttinn til að stunda fiskveiðar hér á landi, að hann er að safnast á örfáar hafnir umhverfis landið. Allt í kringum þessar hafnir er að finna byggðarlög í sárum þar sem atvinnulífið er bara svipur af því sem var. Áhangendur kvótakerfisins, sem flestir eru kvótaeigendur, fólk á þeirra vegum eða blindir stuðningsmenn kvótaflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segja oft að þetta sé nú bara hluti af þeirri hagræðingu sem nauðsynlegt var að framkvæma af því að útgerðin var á hausnum þegar kerfinu var komið á. Þetta mátti margoft heyra í nýliðinni kosningabaráttunni og maður heyrir óminn af þessu enn. En þetta er ekkert annað en hluti af lygunum sem borin er fram fyrir alþjóð til að reyna að réttlæta og bera í bætifláka fyrir stærsta rán Íslandssögunnar.
Við skulum líta á nokkrar tölur varðandi hagræðinguna. Þegar kvótakerfinu var komið á fyrir nálega 20 árum, þá voru skuldir útgerðarinnar um 30 miljarðar íslenskra króna. Það var árið 1984. Árið 1995 voru þær 93 milljarðar. Nú eru þær um 200 milljarðar, þrátt fyrir að það eigi að vera búið að hagræða, sameina fyrirtæki og fækka skipum. Sagði ég fækka skipum? Skoðum það aðeins betur og lítum þá á stærstu skipin, það er togarana. Þeim hefur aðeins fækkað úr 102 í 93 á þessu tímabili. Stærð togaraflotans mæld í rúmlestum hefur aukist um 18 prósent á þessu tímabili. Vélaraflið, hvað með það? Jú, heildar vélarafl togaraflotans mælt í hestöflum hefur aukist um 20 prósent á tímabilinu. Á þessu sama tímabili, það er frá árinu 1984 til dagsins í dag, þá hefur heildarafli okkar á helstu bolfisktegundum; minnkað um 40 prósent. Við erum bara að veiða um 60 prósent af því sem við veiddum þegar kvótakerfinu var komið á til þess einmitt að vernda þessa nytjastofna okkar og byggja þá upp.
Eigum við ekki líka að kíkja aðeins á uppsjávarflotann sem veiðir síld, kolmunna og loðnu og gá hver þróunin hefur verið þar? Af þessum tegundum hafa verið veidd rúm milljón tonn árlega að meðaltali. Langstærstur hluti hefur farið í bræðslu. Frá því að kvótakerfinu var komið á, þá hefur nóta og flottrollskipum fjölgað úr 45 í 50. Afkastageta fiskimjölsverksmiðjanna hefur þrefaldast. Brúttó-rúmlestum uppsjávarflotans hefur fjölgað úr tæpum 19 þúsund rúmlestum í um 32 þúsund rúmlestir, eða 68%. Hestöflum aðalvéla uppsjávarflotans hefur fjölgað úr því að hafa verið samtals um 70 þúsund hestöfl í u.þ.b. 160 þúsund, eða um 130%.
Hvað segir þetta allt okkur? Jú, íslenski fiskiskipaflotinn hefur aldrei verið jafn stór og afkastamikill. Veiðarfærin hafa aldrei verið stærri, olíunotkunin aldrei verið meiri. Áníðslan á fiskimiðunum hefur sennilega aldrei verið jafn mikil og nú. Samt hefur afraksturinn sjaldan eða aldrei verið jafn lítill. Bolfiskveiðar eru í lágmarki, öll aukning í afla mælt í tonnum hefur komið með auknum veiðum á síld, loðnu og kolmunna.
Áætlað hefur verið að togaraflotinn valti yfir 50.000 ferkílómetra af hafsbotni á hverju ári. Flottrollin sem nú eru notuð af nálega öllum uppsjávarveiðiskipunum eru gríðarlega stór verkfæri sem hvergi hafa verið rannsökuð með tilliti til þess hvernig þau fara með fiskistofnana. Margir hafa miklar og vel rökstuddar áhyggjur af þeim veiðiskap. En við vitum þó að stærstu uppsjávarskipin eyða eitt þúsund og tvöhundruð lítrum of olíu á klukkustund við kolmunnaveiðarnar, þar sem menn landa aflanum í bræðslu. Þrálátur orðrómur er um að iðulega hafi orðið slys við kolmunnaveiðarnar þar sem menn hafi fengið tegundir á borð við þorsk, ýsu, karfa og ufsa sem aukaafla. Jafnvel smáfisk og seiði þessara tegunda. Svipaða sögu er að segja af síldveiðunum. Aðal málið er þó að við vitum alltof lítið um áhrif veiðarfæra á lífríkið í hafinu og engar rannsóknir eru stundaðar á þessu. Þetta er ekkert annað en smánarblettur á íslenskri fiskveiðistjórnun og eru þeir þó margir fyrir.
Góðir áheyrendur.
Tölurnar sem ég nefndi áðan um þróun afla, skulda og flotastærðar eru sláandi tölur því málið er að hin svokallaða hagræðing hún finnst hvergi þó leitað sé að henni með logandi ljósi í koppum og kirnum útum allt. Ég spyr: Hvar er hagræðingin, og fyrst þetta er hagræðing; fyrir hverja var verið að hagræða? Var verið að hagræða fyrir bankana og kvótaeigendur, eða var verið að hagræða fyrir fólkið í landinu og fiskistofnana sem finnast í hafinu umhverfis landið? Hvernig voga forkólfar stórútgerðarinnar sér að tala niðrandi um strandveiðiflotann og saka hann um ofveiði og flest það sem miður fer í fiskveiðistjórnuninni þegar þessar tölur liggja á borðinu!
Talað er um að útgerðin hafi verið á hausnum áður en kvótakerfið var sett á. Ég spyr hvort hún sé nokkuð betur stödd núna þegar skuldir hafa aldrei verið hærri, og afli á dýrmætustu tegundum sjaldan eða aldrei verið minni. Hvernig má það vera að ekki einasta útgerðarfyrirtæki sem á kvóta, hefur farið á hausinn nú svo árum skiptir? Ætti það ekki að vera jafn eðlilegt í þessum atvinnurekstri eins og öllum öðrum atvinnugreinum að fyrirtæki verði gjaldþrota? Nú er ég ekki að óska eftir því að þetta gerist í útveginum, langt í frá. En mér þykir rétt að velta upp þessari spurningu, því að ég hef grun um að oft hafi fyrirtæki sem áttu í raun að fara í þrot verið tekin og innlimuð í önnur útgerðarfyrirtæki með sameiningum og kvótinn þannig færður á milli kennitalna, og uppsafnað tap á einu fyrirtæki notað til að búa til skattaafslátt hjá öðru. Svo hafa fyrirtæki einnig keypt kvóta útgerða sem hafa verið við það að fara yfir um, og síðan mátt afskrifa þá kvótaeign í bókhaldi sínu og þannig sparað sér skatta. Hver veit svo að hve miklu leyti fyrirtæki hafa notfært sér möguleika til að leigja frá sér kvóta sem þau hafa keypt dýrum dómum, og þannig skapað sér öfluga tekjumöguleika út á kvótaeignina? Þetta og margt annað í kringum kvótaleigu og verðmyndun á leigukvóta þyrfti að rannsaka sem fyrst af opinberum aðilum. Slíkt væri þarft verk, til að mynda fyrir Samkeppnisstofnun.
Já, stórt er spurt og að mörgu er að gá. Ég eftirlæt hverjum og einum að eiga við sig að finna svar við mörgum af þeim spurningum sem vakna þegar farið er í saumana á íslenska kvótakerfinu og sukkinu í kringum það. Það er nóg til af blekkingum sem bornar hafa verið á borð fyrir þjóðina í ræðu og riti, jafnvel af þeim sem þjóðin hefur kosið yfir sig sem sína leiðtoga. Tökum nokkur dæmi. Það er oft talað um að 80 prósent af kvótanum hafi skipt um hendur frá því að kvótakerfinu var komið á, og látið er liggja að því að þegar þeir sem upprunalega fengu kvóta hafi selt hann og þá aðrir væntanlega keypt og greitt fyrir fullt verð á hverjum tíma. Þetta er ekki rétt. Mjög stór hluti af aflaheimildunum hafa verið á flakki á milli kennitalna þegar menn hafa verið að braska með kvótann, til dæmis þegar verið er að framkvæma svokallaða hagræðingu með sameiningum fyrirtækja. Oftar en ekki með hroðalegum afleiðingum fyrir fólkið í sjávarbyggðunum, eins og þið vitið svo vel hér í Sandgerði. Með sameiningunum hefur kvótinn safnast á stöðugt færri fyrirtæki, sem aftur er stjórnað af fámennum hópi manna. Þó að hluthafar geti verið margir í einstökum sjávarútvegsfyrirtækjum þá er þessum fyrirtækjum stjórnað af fáum. Þessir menn eru mjög valdamiklir, því að kvótaeign fylgja mikil völd. Fiskimiðin umhverfis Ísland eru olíulindir íslensku þjóðarinnar, og þeir sem ráða yfir olíunni, þeir ráða miklu um förina í þjóðfélaginu.
Önnur goðsögn er að 80 prósent af kvótanum sé úti á landi og því sé nú ekki hægt að segja annað en að það sé fásinna að kenna kvótakerfinu um neikvæða þróun mannlífs á landsbyggðinni. Það vita allir sem á annað borð fylgjast með þróun mála, að þetta er mikil einföldun og nánast hrein blekking. Vera má að 80 prósent af kvótanum sé einhvers staðar utan Reykjavíkur, en þar þjappast hann stöðugt á færri staði þar sem fyrir eru stór útgerðarfyrirtæki sem gera út verksmiðjuskip sem veiða og vinna mestan hluta aflans á hafi úti, eða landa honum í bræðslu. Allt of margir staðir umhverfis landið eiga nú um sárt að binda eftir að þeir hafa tapað nýtingarréttinum á fiskimiðunum í hendurnar á stórútgerðarfyrirtækjunum.
Þið Sandgerðingar hafið misst um 90 prósent af ykkar rétti til að sækja sjó á Íslandsmiðum. Þið glötuðuð ykkar rétti til að nýta miðin í hendurnar á fyrirtæki á Akranesi þegar örfáir aðilar hér í bæ seldu fyrirtæki sitt í hendur útgerðarfyrirtækisins Haraldar Böðvarssonar. Það tók ekki nema örfá misseri að slátra Miðnesi og það gerðist þrátt fyrir fögur loforð forkólfa HB. Í dag er ekkert sem sýnir áþreifanlega að nokkru sinni hafi verið til fyrirtæki sem hét Miðnes. Öll skip sem voru í eigu þess hafa verið seld, nöfn þeirra afmáð úr íslenska flotanum, kvótinn var fluttur upp á Akranes og sviðin jörð skilin eftir hér í Sandgerði. Þetta er ljót saga og ég sem Akurnesingur skammast mín fyrir hana.
Á sama tíma er ég sem Akurnesingur mjög áhyggjufullur um framtíð útgerðar á Akranesi. Íslenska kvótakerfið étur nefnilega börnin sín. Fyrir nokkrum árum misstuð þið Miðnes úr ykkar höndum í krumlurnar á utanbæjarmönnum sem slátruðu fyrirtækinu ykkar. Nú höfum við Akurnesingar misst HB úr okkar höndum í krumlurnar á flutningafyrirtækinu Eimskip. Það tók okkur hundrað ár að byggja upp útgerð á Akranesi og þegar kvótakerfinu var komið á voru fjölmörg útgerðarfyrirtæki á Skipaskaga. Krafan um hina svokölluðu hagræðingu gerði það að verkum að Akurnesingar undir forystu bæjaryfirvalda, sameinuðu nánast allar veiðiheimildir sínar undir einn hatt. Þeir lögðu öll eggin í eina körfu sem var HB og síðan var farið með fyrirtækið á verðbréfamarkað. Það liðu ekki nema tíu ár þar til þetta fyrirtæki var gersamlega komið úr höndum Skagamanna. Í dag ráða einhverjir ókunnir aðilar í Reykjavík og á Akureyri öllu um það hvernig farið skuli með um níutíu prósent af rétti Akurnesinga til að nýta fiskistofnana umhverfis Ísland. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og Akurnesingar ráða nákvæmlega engu um það hvað verður um nýtingarréttinn sem þeir öfluðu og ættu með réttu að eiga.
Hvað verður um fiskinn sem skip HB bera að landi? Verða frystitogararnir teknir af Skagamönnum, og þeir látnir hætta að landa á Akranesi en í staðinn beint í frystigeymslur Eimskips í Reykjavík? Verður þorskkvótinn hirtur af HB og færður norður um heiðar til Akureyrar? Hvaða tryggingu hafa Skagamenn í dag fyrir því að ekki fari fyrir þeim eins og Sandgerðingum og þeirra helsta sjávarútvegsfyrirtæki verði hreinlega slátrað fyrir framan nefið á þeim? Þeir hafa nákvæmlega enga tryggingu fyrir því. Bitur reynsla hefur kennt að ekki er orð að marka fögur fyrirheit um að allt verði óbreytt þegar svona yfirtökur fara fram. Í dag veit enginn á Akranesi hvað framtíðin ber í skauti sér. Skagamenn verða eflaust síðastir til að fá slæmu fréttirnar eins og fólkið hjá Jökli á Raufarhöfn sem missti vinnuna nú í vikunni. Kannski missa Skagamenn kvótann sinn eins og Sandgerðingar og Raufarhafnarbúar. Það verður kannski sagt við þá svipað og sagt var við Sandgerðinga þegar kvótanum var stolið frá þeim. Hér var ykkur sagt að þið hefðuð nú flugvöllinn, þið gætur barasta unnið þar. Við Skagamenn verður kannski sagt að þeir hafi nú álverið, járnblendið og svo hafi þeir nú fengið göng undir Hvalfjörð. Því ættu þeir nú að vera að væla þegar almennilegir athafnamenn væru að hagræða sig út úr eigin taprekstri og skussahætti?
En málið er að þetta er ekki svona einfalt. Það er ekki boðlegt að ræna heilu samfélögin réttinum til að nýta þá takmörkuðu en endurnýjanlegu auðlind sem fiskimiðin allt í kringum landið eru með réttu. Málið er nefnilega að Íslandsmið eru með þeir ríkustu í heimi og það er hægt að ná af þeim ævintýralegum afrakstri ef rétt er á málum haldið. Fólk þarf alltaf að borða og það verður alltaf eftirspurn eftir fiski. Flugvellir, herstöðvar og stóriðjuver eru fallvölt fyrirbæri og hvergi sambærileg við fiskimiðin. Það var fiskur í Faxaflóa löngu áður en fyrstu manneskjurnar settust hér að, og það verður fiskur í flóanum löngu eftir að síðasti íslendingurinn hefur gefið upp öndina. Herstöðin á Keflavíkurflugvelli er ekki nema um hálfrar aldar gömul og nú er verið að tala um að henni verði kannski lokað. Miklar breytingar eru í flugrekstri. Á Akranesi er Sementsverksmiðja sem reist var fyrir um 40 árum síðan. Hún er nú í mikilli kreppu og kannski verður henni lokað. Hver veit hve lengi járnblendiverksmiðjan eða álverið á Grundartanga verða í rekstri. Það gæti hæglega verið búið að loka báðum þessum verksmiðjum eftir aldarfjórðung. En þá verður áfram fiskur í Flóanum. Kjarninn í þessu er sá að það er graf alvarlegt mál þegar sjávarbyggðirnar eru sviptar nýtingarrétti sínum á fiskimiðunum umhverfis landið og gildir þá einu hversu vel þær eru í sveit settar í augnablikinu með tilliti til annarra atvinnugreina.
Í liðinni viku bárust okkur ömurlegar fréttir af uppsögnum í sjávarútvegsfyrirtæki á Raufarhöfn. Fram hefur komið í fréttum að hluti vandans flest í því að heimamenn seldu útgerð sína í hendurnar á Útgerðarfélagi Akureyringa sem hirti í kjölfarið um þúsund tonna kvóta af Raufarhafnarbúum, sigldi á brott með togarann sem átti að veiða þennan afla, og hefur látið vinnsluna á Raufarhöfn að mestu vinna svokallaðan rússafisk síðan. Nú, rétt eftir kosningar, tilkynnir ÚA eða réttara sagt sjávarútvegsdeild Eimskips, að vinnslan á Raufarhöfn sé óarðbær og því skuli nánast allt lagt af. Í kjölfarið á þessu kemur síðan á daginn að Raufarhafnarbúar hafi um 700 tonna kvóta til viðbótar sem dreifist á hina ýmsu báta í plássinu. En málið er að stór hluti af þessum kvóta er ekki veiddur, heldur kjósa útgerðir bátanna að leigja þá frá sér og binda bátana í staðinn. Þetta kemur svo sem ekki á óvart og er hluti af afleiðingunum af því umhverfi sem stjórnarflokkarnir hafa skapað með lagasetningum sem þeir hafa kýlt í gegnum Alþingi og síðan verja með kjafti og klóm.
Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess að þetta snýst um gríðarlega peninga fyrir þá fáu sem eiga kvótana og styðja dyggilega við bakið á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Ég kom á Raufarhöfn í janúar og þá var bara einn bátur í plássinu að róa. Hina var búið að draga upp á kamb, kvótinn var leigður frá þeim og eigendurnir farnir í frí til Kanaríeyja. Þetta gerðist þrátt fyrir að það væri mikið af fiski á öllum miðum í grennd við Raufarhöfn. Málið var bara að það borgaði sig frekar fyrir karlana að leigja frá sér kvótann, en að nýta fiskinn til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið þeirra sem er nú í stór hættu. Þeir sem hugsanlega vildu róa til fiskjar og verka hann í heimabyggð, fá ekki að gera það vegna þess að þá væru þeir orðnir að glæpamönnum í eigin landi. Ég óttast að fleiri sveitarfélög en Raufarhöfn eigi eftir að lenda í miklum vandræðum. Þetta er allt ein hringavitleysa og þessu verður að linna. Í þessari mynd birtist ein af grímum þessa skaðræðis kvótakerfis, sem er ein stærsta og misheppnaðasta efnahaglega og þjóðfélagslega tilraun sem nokkuð land á Vesturlöndum hefur framkvæmt á undanförunum áratugum.
Góðir áheyrendur.
Nú er nýlokið kosningum til Alþingis. Frjálslyndi flokkurinn vann þar góðan sigur og náði að koma að fjórum þingmönnum, þar af þremur nýjum. Ég er einn af þessum þingmönnum og ég er svo gæfusamur að eiga þess kost að verða kannski næstu fjögur árin þingmaður Suðurkjördæmis, þ. e. a. s. ykkar þingmaður. Ég vill þakka ykkur það traust sem þið sýnduð okkur í nýliðnum kosningum og heiti því hér og nú að ég mun af alefli vinna að hagsmunum ykkar á Alþingi Íslendinga og alls staðar í stjórnsýslunni þar sem því er hægt við að koma. Það er mikil barátta framundan. Ég trúi heitt og innilega á framtíð staða eins og Sandgerðis, vegna þess að ég veit það jafn vel og þið að það er mikið af fiski hér fyrir utan, - mörg gjöful fiskimið. Hér er góð höfn, og Sandgerði getur aftur náð vopnum sínum. En það verður ekki gert, það verður ekki gert gott fólk, nema það verði skipt um stjórn í þessu landi, nema að við náum að snúa ofan af kvótakerfinu, náum að færa nýtingarréttinn aftur til staða eins og Sandgerðis. Staða sem hafa upp á svo mikið að bjóða, búa þrátt fyrir allt ennþá yfir miklum mannauð og búa yfir góðum höfnum, húsakosti, öllu sem til þarf. Það eina sem ykkur vantar er rétturinn til að fá að veiða fisk. Og hann skulum við endurheimta.
Ég óska sjómönnum til hamingju með daginn.
Takk fyrir.
Magnús Þór Hafsteinsson
Hér á eftir fer ræða sem Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins og þingmaður Suðurkjördæmis flutti á sjómanndaginn í Sandgerði.
Ágætu áheyrendur.
Ég vill hefja mál mitt á því að fá að þakka fyrir að hafa verið boðið að koma hingað í dag til að halda hér ræðu dagsins. Það er mikill og ánægjulegur heiður fyrir mig. Mér þykir það tilhlýðilegt í ljósi þess hvernig málum hefur verið háttað hér í Sandgerði, að gera fiskveiðistjórnun og kvótamál að ræðuefni.
Sandgerði má muna fífil sinn fegri sem útgerðarstaður. Það eru ekki mörg ár síðan héðan var gerður út glæsilegur floti fiskiskipa, að hér mátti finna myndarlega fiskvinnslu, bæði frystihús og fiskimjölsverksmiðju. Ég þarf svo sem ekki að rekja þessa sögu fyrir ykkur. Þið kunnið hana örugglega betur en ég, og vitið allt um það hvernig útgerð og fiskvinnslu hefur hnignað ört hér í Sandgerði í undanförnum árum. Aðallega í nafni hagræðingar. Það er nöturleg staðreynd að segja megi að «nú sé hún Snorrabúð stekkur», þó enn megi finna hér glæsileg fiskvinnslufyrirtæki sem rekin eru af dugnaði, og enn megi finna örfáar útgerðir sem enn leitast við að gera skip og báta út til fiskjar.
Á þessum dýrðlega sumardegi; hátíðisdegi sjómanna; þegar maður stendur hér og horfir yfir höfnina hér í Sandgerði þar sem allur flotinn liggur inni, er ekki laust við að það setji að manni ákveðinn trega. Hvernig má það vera að ein besta fiskihöfn landsins er jafn tómleg og raun ber vitni? Hvernig má það vera að við sjáum sömu sjón mjög víða um land þar sem útgerð hefur hnignað; bátum hefur fækkað, landvinnsla lent í kreppu og kannski lagt af að stóru leyti, hægt hefur á hjólum atvinnulífsins í byggðunum, minni peningar verða í umferð, það fer að bera á atvinnuleysi sem áður var óþekkt sem síðan leiðir til þess að fólk glatar trúnni á framtíðina á þessum stöðum. Það fer að hugsa sér til hreyfings úr byggðinni, unga fólkið fer fyrst.
Þegar litið er yfir sviðið þá stendur upp úr sú staðreynd að allt tengist þetta því að menn hafa verið að braska með réttinn til að stunda fiskveiðar. Sjálft fjöregg sjávarbyggðanna er orðið að ískaldri markaðsvöru sem menn höndla með sín á milli. Stjórnvöld hafa búið þannig um hnútana að rétturinn til að nýta Íslandsmið er í raun orðinn að einkaeign örfárra útvaldra, sem í raun er alltaf að fækka. Þessum aðilum er algerlega frjálst að nota þennan rétt eins og þeim sýnist. Þeir geta notað hann til að veiða fisk, en þeir geta líka verslað með hann. Annað hvort leigt hann frá sér til eins árs í senn, eða þá selt hann varanlega frá sér. Þetta hefur nú gerst í nálega 20 ár, þrátt fyrir að fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna segi að fiskistofnar við Ísland séu sameign íslensku þjóðarinnar. Og það er ekkert sem bendir til annars en að þetta muni halda áfram að gerast, jafnvel þó að ríkisstjórnarflokkarnir þykist nú ætla að binda þessa lagagrein í stjórnarskrá. Hvernig væri nú að tryggja að farið sé eftir fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaganna, ÁÐUR er farið er út í að negla hana í stjórnarskrá lýðveldisins?
Sjávarútvegur í Sandgerði hefur farið mjög illa út úr þessu kerfi. Það má segja að hið sama gildi um flest önnur sjávarpláss á Íslandi. Það er augljóst hverjum sem vill sjá, að kvótinn, það er ávísunin á réttinn til að stunda fiskveiðar hér á landi, að hann er að safnast á örfáar hafnir umhverfis landið. Allt í kringum þessar hafnir er að finna byggðarlög í sárum þar sem atvinnulífið er bara svipur af því sem var. Áhangendur kvótakerfisins, sem flestir eru kvótaeigendur, fólk á þeirra vegum eða blindir stuðningsmenn kvótaflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segja oft að þetta sé nú bara hluti af þeirri hagræðingu sem nauðsynlegt var að framkvæma af því að útgerðin var á hausnum þegar kerfinu var komið á. Þetta mátti margoft heyra í nýliðinni kosningabaráttunni og maður heyrir óminn af þessu enn. En þetta er ekkert annað en hluti af lygunum sem borin er fram fyrir alþjóð til að reyna að réttlæta og bera í bætifláka fyrir stærsta rán Íslandssögunnar.
Við skulum líta á nokkrar tölur varðandi hagræðinguna. Þegar kvótakerfinu var komið á fyrir nálega 20 árum, þá voru skuldir útgerðarinnar um 30 miljarðar íslenskra króna. Það var árið 1984. Árið 1995 voru þær 93 milljarðar. Nú eru þær um 200 milljarðar, þrátt fyrir að það eigi að vera búið að hagræða, sameina fyrirtæki og fækka skipum. Sagði ég fækka skipum? Skoðum það aðeins betur og lítum þá á stærstu skipin, það er togarana. Þeim hefur aðeins fækkað úr 102 í 93 á þessu tímabili. Stærð togaraflotans mæld í rúmlestum hefur aukist um 18 prósent á þessu tímabili. Vélaraflið, hvað með það? Jú, heildar vélarafl togaraflotans mælt í hestöflum hefur aukist um 20 prósent á tímabilinu. Á þessu sama tímabili, það er frá árinu 1984 til dagsins í dag, þá hefur heildarafli okkar á helstu bolfisktegundum; minnkað um 40 prósent. Við erum bara að veiða um 60 prósent af því sem við veiddum þegar kvótakerfinu var komið á til þess einmitt að vernda þessa nytjastofna okkar og byggja þá upp.
Eigum við ekki líka að kíkja aðeins á uppsjávarflotann sem veiðir síld, kolmunna og loðnu og gá hver þróunin hefur verið þar? Af þessum tegundum hafa verið veidd rúm milljón tonn árlega að meðaltali. Langstærstur hluti hefur farið í bræðslu. Frá því að kvótakerfinu var komið á, þá hefur nóta og flottrollskipum fjölgað úr 45 í 50. Afkastageta fiskimjölsverksmiðjanna hefur þrefaldast. Brúttó-rúmlestum uppsjávarflotans hefur fjölgað úr tæpum 19 þúsund rúmlestum í um 32 þúsund rúmlestir, eða 68%. Hestöflum aðalvéla uppsjávarflotans hefur fjölgað úr því að hafa verið samtals um 70 þúsund hestöfl í u.þ.b. 160 þúsund, eða um 130%.
Hvað segir þetta allt okkur? Jú, íslenski fiskiskipaflotinn hefur aldrei verið jafn stór og afkastamikill. Veiðarfærin hafa aldrei verið stærri, olíunotkunin aldrei verið meiri. Áníðslan á fiskimiðunum hefur sennilega aldrei verið jafn mikil og nú. Samt hefur afraksturinn sjaldan eða aldrei verið jafn lítill. Bolfiskveiðar eru í lágmarki, öll aukning í afla mælt í tonnum hefur komið með auknum veiðum á síld, loðnu og kolmunna.
Áætlað hefur verið að togaraflotinn valti yfir 50.000 ferkílómetra af hafsbotni á hverju ári. Flottrollin sem nú eru notuð af nálega öllum uppsjávarveiðiskipunum eru gríðarlega stór verkfæri sem hvergi hafa verið rannsökuð með tilliti til þess hvernig þau fara með fiskistofnana. Margir hafa miklar og vel rökstuddar áhyggjur af þeim veiðiskap. En við vitum þó að stærstu uppsjávarskipin eyða eitt þúsund og tvöhundruð lítrum of olíu á klukkustund við kolmunnaveiðarnar, þar sem menn landa aflanum í bræðslu. Þrálátur orðrómur er um að iðulega hafi orðið slys við kolmunnaveiðarnar þar sem menn hafi fengið tegundir á borð við þorsk, ýsu, karfa og ufsa sem aukaafla. Jafnvel smáfisk og seiði þessara tegunda. Svipaða sögu er að segja af síldveiðunum. Aðal málið er þó að við vitum alltof lítið um áhrif veiðarfæra á lífríkið í hafinu og engar rannsóknir eru stundaðar á þessu. Þetta er ekkert annað en smánarblettur á íslenskri fiskveiðistjórnun og eru þeir þó margir fyrir.
Góðir áheyrendur.
Tölurnar sem ég nefndi áðan um þróun afla, skulda og flotastærðar eru sláandi tölur því málið er að hin svokallaða hagræðing hún finnst hvergi þó leitað sé að henni með logandi ljósi í koppum og kirnum útum allt. Ég spyr: Hvar er hagræðingin, og fyrst þetta er hagræðing; fyrir hverja var verið að hagræða? Var verið að hagræða fyrir bankana og kvótaeigendur, eða var verið að hagræða fyrir fólkið í landinu og fiskistofnana sem finnast í hafinu umhverfis landið? Hvernig voga forkólfar stórútgerðarinnar sér að tala niðrandi um strandveiðiflotann og saka hann um ofveiði og flest það sem miður fer í fiskveiðistjórnuninni þegar þessar tölur liggja á borðinu!
Talað er um að útgerðin hafi verið á hausnum áður en kvótakerfið var sett á. Ég spyr hvort hún sé nokkuð betur stödd núna þegar skuldir hafa aldrei verið hærri, og afli á dýrmætustu tegundum sjaldan eða aldrei verið minni. Hvernig má það vera að ekki einasta útgerðarfyrirtæki sem á kvóta, hefur farið á hausinn nú svo árum skiptir? Ætti það ekki að vera jafn eðlilegt í þessum atvinnurekstri eins og öllum öðrum atvinnugreinum að fyrirtæki verði gjaldþrota? Nú er ég ekki að óska eftir því að þetta gerist í útveginum, langt í frá. En mér þykir rétt að velta upp þessari spurningu, því að ég hef grun um að oft hafi fyrirtæki sem áttu í raun að fara í þrot verið tekin og innlimuð í önnur útgerðarfyrirtæki með sameiningum og kvótinn þannig færður á milli kennitalna, og uppsafnað tap á einu fyrirtæki notað til að búa til skattaafslátt hjá öðru. Svo hafa fyrirtæki einnig keypt kvóta útgerða sem hafa verið við það að fara yfir um, og síðan mátt afskrifa þá kvótaeign í bókhaldi sínu og þannig sparað sér skatta. Hver veit svo að hve miklu leyti fyrirtæki hafa notfært sér möguleika til að leigja frá sér kvóta sem þau hafa keypt dýrum dómum, og þannig skapað sér öfluga tekjumöguleika út á kvótaeignina? Þetta og margt annað í kringum kvótaleigu og verðmyndun á leigukvóta þyrfti að rannsaka sem fyrst af opinberum aðilum. Slíkt væri þarft verk, til að mynda fyrir Samkeppnisstofnun.
Já, stórt er spurt og að mörgu er að gá. Ég eftirlæt hverjum og einum að eiga við sig að finna svar við mörgum af þeim spurningum sem vakna þegar farið er í saumana á íslenska kvótakerfinu og sukkinu í kringum það. Það er nóg til af blekkingum sem bornar hafa verið á borð fyrir þjóðina í ræðu og riti, jafnvel af þeim sem þjóðin hefur kosið yfir sig sem sína leiðtoga. Tökum nokkur dæmi. Það er oft talað um að 80 prósent af kvótanum hafi skipt um hendur frá því að kvótakerfinu var komið á, og látið er liggja að því að þegar þeir sem upprunalega fengu kvóta hafi selt hann og þá aðrir væntanlega keypt og greitt fyrir fullt verð á hverjum tíma. Þetta er ekki rétt. Mjög stór hluti af aflaheimildunum hafa verið á flakki á milli kennitalna þegar menn hafa verið að braska með kvótann, til dæmis þegar verið er að framkvæma svokallaða hagræðingu með sameiningum fyrirtækja. Oftar en ekki með hroðalegum afleiðingum fyrir fólkið í sjávarbyggðunum, eins og þið vitið svo vel hér í Sandgerði. Með sameiningunum hefur kvótinn safnast á stöðugt færri fyrirtæki, sem aftur er stjórnað af fámennum hópi manna. Þó að hluthafar geti verið margir í einstökum sjávarútvegsfyrirtækjum þá er þessum fyrirtækjum stjórnað af fáum. Þessir menn eru mjög valdamiklir, því að kvótaeign fylgja mikil völd. Fiskimiðin umhverfis Ísland eru olíulindir íslensku þjóðarinnar, og þeir sem ráða yfir olíunni, þeir ráða miklu um förina í þjóðfélaginu.
Önnur goðsögn er að 80 prósent af kvótanum sé úti á landi og því sé nú ekki hægt að segja annað en að það sé fásinna að kenna kvótakerfinu um neikvæða þróun mannlífs á landsbyggðinni. Það vita allir sem á annað borð fylgjast með þróun mála, að þetta er mikil einföldun og nánast hrein blekking. Vera má að 80 prósent af kvótanum sé einhvers staðar utan Reykjavíkur, en þar þjappast hann stöðugt á færri staði þar sem fyrir eru stór útgerðarfyrirtæki sem gera út verksmiðjuskip sem veiða og vinna mestan hluta aflans á hafi úti, eða landa honum í bræðslu. Allt of margir staðir umhverfis landið eiga nú um sárt að binda eftir að þeir hafa tapað nýtingarréttinum á fiskimiðunum í hendurnar á stórútgerðarfyrirtækjunum.
Þið Sandgerðingar hafið misst um 90 prósent af ykkar rétti til að sækja sjó á Íslandsmiðum. Þið glötuðuð ykkar rétti til að nýta miðin í hendurnar á fyrirtæki á Akranesi þegar örfáir aðilar hér í bæ seldu fyrirtæki sitt í hendur útgerðarfyrirtækisins Haraldar Böðvarssonar. Það tók ekki nema örfá misseri að slátra Miðnesi og það gerðist þrátt fyrir fögur loforð forkólfa HB. Í dag er ekkert sem sýnir áþreifanlega að nokkru sinni hafi verið til fyrirtæki sem hét Miðnes. Öll skip sem voru í eigu þess hafa verið seld, nöfn þeirra afmáð úr íslenska flotanum, kvótinn var fluttur upp á Akranes og sviðin jörð skilin eftir hér í Sandgerði. Þetta er ljót saga og ég sem Akurnesingur skammast mín fyrir hana.
Á sama tíma er ég sem Akurnesingur mjög áhyggjufullur um framtíð útgerðar á Akranesi. Íslenska kvótakerfið étur nefnilega börnin sín. Fyrir nokkrum árum misstuð þið Miðnes úr ykkar höndum í krumlurnar á utanbæjarmönnum sem slátruðu fyrirtækinu ykkar. Nú höfum við Akurnesingar misst HB úr okkar höndum í krumlurnar á flutningafyrirtækinu Eimskip. Það tók okkur hundrað ár að byggja upp útgerð á Akranesi og þegar kvótakerfinu var komið á voru fjölmörg útgerðarfyrirtæki á Skipaskaga. Krafan um hina svokölluðu hagræðingu gerði það að verkum að Akurnesingar undir forystu bæjaryfirvalda, sameinuðu nánast allar veiðiheimildir sínar undir einn hatt. Þeir lögðu öll eggin í eina körfu sem var HB og síðan var farið með fyrirtækið á verðbréfamarkað. Það liðu ekki nema tíu ár þar til þetta fyrirtæki var gersamlega komið úr höndum Skagamanna. Í dag ráða einhverjir ókunnir aðilar í Reykjavík og á Akureyri öllu um það hvernig farið skuli með um níutíu prósent af rétti Akurnesinga til að nýta fiskistofnana umhverfis Ísland. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og Akurnesingar ráða nákvæmlega engu um það hvað verður um nýtingarréttinn sem þeir öfluðu og ættu með réttu að eiga.
Hvað verður um fiskinn sem skip HB bera að landi? Verða frystitogararnir teknir af Skagamönnum, og þeir látnir hætta að landa á Akranesi en í staðinn beint í frystigeymslur Eimskips í Reykjavík? Verður þorskkvótinn hirtur af HB og færður norður um heiðar til Akureyrar? Hvaða tryggingu hafa Skagamenn í dag fyrir því að ekki fari fyrir þeim eins og Sandgerðingum og þeirra helsta sjávarútvegsfyrirtæki verði hreinlega slátrað fyrir framan nefið á þeim? Þeir hafa nákvæmlega enga tryggingu fyrir því. Bitur reynsla hefur kennt að ekki er orð að marka fögur fyrirheit um að allt verði óbreytt þegar svona yfirtökur fara fram. Í dag veit enginn á Akranesi hvað framtíðin ber í skauti sér. Skagamenn verða eflaust síðastir til að fá slæmu fréttirnar eins og fólkið hjá Jökli á Raufarhöfn sem missti vinnuna nú í vikunni. Kannski missa Skagamenn kvótann sinn eins og Sandgerðingar og Raufarhafnarbúar. Það verður kannski sagt við þá svipað og sagt var við Sandgerðinga þegar kvótanum var stolið frá þeim. Hér var ykkur sagt að þið hefðuð nú flugvöllinn, þið gætur barasta unnið þar. Við Skagamenn verður kannski sagt að þeir hafi nú álverið, járnblendið og svo hafi þeir nú fengið göng undir Hvalfjörð. Því ættu þeir nú að vera að væla þegar almennilegir athafnamenn væru að hagræða sig út úr eigin taprekstri og skussahætti?
En málið er að þetta er ekki svona einfalt. Það er ekki boðlegt að ræna heilu samfélögin réttinum til að nýta þá takmörkuðu en endurnýjanlegu auðlind sem fiskimiðin allt í kringum landið eru með réttu. Málið er nefnilega að Íslandsmið eru með þeir ríkustu í heimi og það er hægt að ná af þeim ævintýralegum afrakstri ef rétt er á málum haldið. Fólk þarf alltaf að borða og það verður alltaf eftirspurn eftir fiski. Flugvellir, herstöðvar og stóriðjuver eru fallvölt fyrirbæri og hvergi sambærileg við fiskimiðin. Það var fiskur í Faxaflóa löngu áður en fyrstu manneskjurnar settust hér að, og það verður fiskur í flóanum löngu eftir að síðasti íslendingurinn hefur gefið upp öndina. Herstöðin á Keflavíkurflugvelli er ekki nema um hálfrar aldar gömul og nú er verið að tala um að henni verði kannski lokað. Miklar breytingar eru í flugrekstri. Á Akranesi er Sementsverksmiðja sem reist var fyrir um 40 árum síðan. Hún er nú í mikilli kreppu og kannski verður henni lokað. Hver veit hve lengi járnblendiverksmiðjan eða álverið á Grundartanga verða í rekstri. Það gæti hæglega verið búið að loka báðum þessum verksmiðjum eftir aldarfjórðung. En þá verður áfram fiskur í Flóanum. Kjarninn í þessu er sá að það er graf alvarlegt mál þegar sjávarbyggðirnar eru sviptar nýtingarrétti sínum á fiskimiðunum umhverfis landið og gildir þá einu hversu vel þær eru í sveit settar í augnablikinu með tilliti til annarra atvinnugreina.
Í liðinni viku bárust okkur ömurlegar fréttir af uppsögnum í sjávarútvegsfyrirtæki á Raufarhöfn. Fram hefur komið í fréttum að hluti vandans flest í því að heimamenn seldu útgerð sína í hendurnar á Útgerðarfélagi Akureyringa sem hirti í kjölfarið um þúsund tonna kvóta af Raufarhafnarbúum, sigldi á brott með togarann sem átti að veiða þennan afla, og hefur látið vinnsluna á Raufarhöfn að mestu vinna svokallaðan rússafisk síðan. Nú, rétt eftir kosningar, tilkynnir ÚA eða réttara sagt sjávarútvegsdeild Eimskips, að vinnslan á Raufarhöfn sé óarðbær og því skuli nánast allt lagt af. Í kjölfarið á þessu kemur síðan á daginn að Raufarhafnarbúar hafi um 700 tonna kvóta til viðbótar sem dreifist á hina ýmsu báta í plássinu. En málið er að stór hluti af þessum kvóta er ekki veiddur, heldur kjósa útgerðir bátanna að leigja þá frá sér og binda bátana í staðinn. Þetta kemur svo sem ekki á óvart og er hluti af afleiðingunum af því umhverfi sem stjórnarflokkarnir hafa skapað með lagasetningum sem þeir hafa kýlt í gegnum Alþingi og síðan verja með kjafti og klóm.
Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess að þetta snýst um gríðarlega peninga fyrir þá fáu sem eiga kvótana og styðja dyggilega við bakið á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Ég kom á Raufarhöfn í janúar og þá var bara einn bátur í plássinu að róa. Hina var búið að draga upp á kamb, kvótinn var leigður frá þeim og eigendurnir farnir í frí til Kanaríeyja. Þetta gerðist þrátt fyrir að það væri mikið af fiski á öllum miðum í grennd við Raufarhöfn. Málið var bara að það borgaði sig frekar fyrir karlana að leigja frá sér kvótann, en að nýta fiskinn til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið þeirra sem er nú í stór hættu. Þeir sem hugsanlega vildu róa til fiskjar og verka hann í heimabyggð, fá ekki að gera það vegna þess að þá væru þeir orðnir að glæpamönnum í eigin landi. Ég óttast að fleiri sveitarfélög en Raufarhöfn eigi eftir að lenda í miklum vandræðum. Þetta er allt ein hringavitleysa og þessu verður að linna. Í þessari mynd birtist ein af grímum þessa skaðræðis kvótakerfis, sem er ein stærsta og misheppnaðasta efnahaglega og þjóðfélagslega tilraun sem nokkuð land á Vesturlöndum hefur framkvæmt á undanförunum áratugum.
Góðir áheyrendur.
Nú er nýlokið kosningum til Alþingis. Frjálslyndi flokkurinn vann þar góðan sigur og náði að koma að fjórum þingmönnum, þar af þremur nýjum. Ég er einn af þessum þingmönnum og ég er svo gæfusamur að eiga þess kost að verða kannski næstu fjögur árin þingmaður Suðurkjördæmis, þ. e. a. s. ykkar þingmaður. Ég vill þakka ykkur það traust sem þið sýnduð okkur í nýliðnum kosningum og heiti því hér og nú að ég mun af alefli vinna að hagsmunum ykkar á Alþingi Íslendinga og alls staðar í stjórnsýslunni þar sem því er hægt við að koma. Það er mikil barátta framundan. Ég trúi heitt og innilega á framtíð staða eins og Sandgerðis, vegna þess að ég veit það jafn vel og þið að það er mikið af fiski hér fyrir utan, - mörg gjöful fiskimið. Hér er góð höfn, og Sandgerði getur aftur náð vopnum sínum. En það verður ekki gert, það verður ekki gert gott fólk, nema það verði skipt um stjórn í þessu landi, nema að við náum að snúa ofan af kvótakerfinu, náum að færa nýtingarréttinn aftur til staða eins og Sandgerðis. Staða sem hafa upp á svo mikið að bjóða, búa þrátt fyrir allt ennþá yfir miklum mannauð og búa yfir góðum höfnum, húsakosti, öllu sem til þarf. Það eina sem ykkur vantar er rétturinn til að fá að veiða fisk. Og hann skulum við endurheimta.
Ég óska sjómönnum til hamingju með daginn.
Takk fyrir.