Fimmtudagur 23. júlí 2009 kl. 09:09
Sandgerði: Íþróttamiðstöðin lokuð um óákveðinn tíma
Íþróttamiðstöð Sandgerðis verður lokuð um óákveðinn tíma, eða á meðan frágangi lýkur við tengingu við nýbyggingu grunnskólans. Opnun verður auglýst síðar, en miðstöðin hefur verið lokuð frá 13. júlí.
Forsvarsmenn íþróttamiðstöðvarinnar biðjast afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.