Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: Hækka álögur á bæjarbúa og nýta skattstofna í topp
Mánudagur 23. janúar 2012 kl. 11:20

Sandgerði: Hækka álögur á bæjarbúa og nýta skattstofna í topp

Skuldir Sandgerðisbæjar hafa áttfaldast á tíu árum. Þær voru 666 milljónir króna árið 2002 en eru 5.400 milljónir í dag. Á sama tíma á Sandgerðisbær handbært fé í banka upp á 1119 milljónir króna, upphæð sem myndi duga til að greiða upp fimmtung af skuldum sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bæjarstjórn Sandgerðis boðaði til borgarafundar um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sl. fimmtudagskvöld. Þar var gerð grein fyrir fjárhagsstöðunni. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, sagði stöðuna alvarlega og ekki yrði hjá því komist að hækka álögur á bæjarbúa og nýta tekjustofna til fullnustu. Það væru þung skref að stíga, en ekki yrði komist hjá hækkunum.


Á fundinum kom fram að skuldir bæjarfélagsins eru í dag 456% en mega vera 150%. Það geti tekið nokkur ár að koma stöðu sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Vefurinn 245.is í Sandgerði vitnar í Harald Líndal Haraldsson hagfræðing sem unnið hefur að skoðun fjármála og gerð fjárhagsáætlunar. Á fundinum sagði hann að taka yrði á öllum rekstrar- og framkvæmdaliðum fjárhagsáætlunar. Það gæti orðið þungbært en hjá því verði ekki komist að koma fjármálum bæjarins í lag.


Í sömu umfjöllun um fundinn segir að bæjaryfirvöld hafi í samráði við eftirlitsnefnd fjármála sveitarfélaga unnið að lausn á fjárhagsvanda Sandgerðisbæjar. Þar er m.a. horft til peningalegrar eignar Sandgerðisbæjar, sem á 1119 milljónir í handbæru fé í vanka. Þessar milljónir verða væntanlega notaðar til að lækka skuldastöðuna en fjárhæðin gæti dugað til að lækka skuldir um fimmtung.

Myndirnar voru teknar á borgarafundinum fyrir helgi. VF-myndir: Hilmar Bragi