Sandgerði: Glæsileg viðbót við íþróttaaðstöðuna
Ný og glæsileg sundlaugaraðstaða var opnuð í Sandgerði í gær við formlega athöfn. Í nýjum sundlaugargarði er að finna 25 metra sundlaug, skemmtilegar rennibrautir og heita potta. Jafnframt var opnaður nýr þreksalur, íþróttasalur og stórbætt búningsaðstaða ásamt vel búinni starfsmannaaðstöðu í nýrri viðbyggingu við íþróttamiðstöðina.
Aðstaðan er öll eins og best verður á kosið en framkvæmdin kostaði um 300 milljónir.
Framkvæmdir hófst á síðasta ári og aðalverktaki var Hjalti Guðmundsson. Verkaupi var Fasteign hf.
Efri mynd: Fyrstir til að stinga sér í nýju laugina voru fjörmiklir krakkar úr sunddeild Reynis.
Neðri mynd: Í nýrri og glæsilegri aðstöðu er m.a. að finna vel útbúinn þreksal.
VF-myndir/elg.