Sandgerði: Framkvæmdir hafnar við björgunarsveitarhús
Miklar framkvæmdir eru í gangi í Sandgerði þessa dagana en í síðustu viku hófst vinna við að stækka leikskólann Sólborg og þá var einnig hafist handa við byggingu nýs húsnæðis fyrir björgunarsveitina Sigurvon. Það hús verður staðsett við höfnina í bænum, við hliðina á ísverksmiðjunni og er stefnt að því að það verði fullbúið fyrir 28. júní nk. þegar björgunarsveitin fagnar 80 ára afmæli sínu.
Í núverandi húsi Sigurvonar, sem bærinn festi kaup á verður margvísleg starfsemi þar sem slökkviðliðið mun bæta aðstöðu sína, pílukastarar og skátar munu fá aðstöðu í húsinu sem og lögreglan.
Mynd/ www.245.is
Í núverandi húsi Sigurvonar, sem bærinn festi kaup á verður margvísleg starfsemi þar sem slökkviðliðið mun bæta aðstöðu sína, pílukastarar og skátar munu fá aðstöðu í húsinu sem og lögreglan.
Mynd/ www.245.is