Sandgerði fékk eina milljón í mótvægisaðgerðum ríkisins : „Feykilegur rausnarskapur,“segir bæjarstjóri
Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna tekjumissis sveitafélaga eftir kvótaskerðinguna á þorski voru afar umdeildar og þótti mörgum sem gengið væri framhjá sér og sínum í þeim efnum. Þeirra á meðal voru Sandgerðingar sem missa mikið á aflaskerðingunni, því þó ekki sé mikill kvóti eftir í bænum fer mikið magn af þorski á land þar.
Svo rak marga í rogastans fyrir áramót þegar félagsmálaráðuneyti deildi út 250 milljónum til að koma til móts við þau sveitarfélög sem verða fyrir tekjumissi vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks. Sandgerðingar fengu eina milljón króna í sinn hlut og 33 þúsundum betur.
„Þetta er feykilegur rausnarskapur og gjörbreytir öllu ástandinu í bænum!“ sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, í hæðnistón þegar Víkurfréttir inntu eftir viðbrögðum hans. „Þetta er niðurskurður á þorskveiðiheimildum og Sandgerðishöfn er í fjórða sæti hvað varðar þorsklöndun og með um 6% af heildarafla. Svo segir það sig sjálft að 6% af 250 milljónum er nær því að vera um tólf og hálf milljón, en ekki ein eins og við fengum.“
Sigurður bætir því við að fundur sé um málið í næstu viku, en segir engu að síður mikinn hug í Sandgerðingum þrátt fyrir kvótasamdrátt. Margvísleg athyglisverð verkefni eru á döfinni og má þar á meðal nefna uppbyggingu á Rockville-svæðinu þar sem er verið að vinna að undirbúningi gagnageymslu Data Íslandía og fleiri verkefna sem ekki er hægt að upplýsa um strax.
Þá eru bæjaryfirvöld og íþróttahreyfingin í bænaum að vinna að gjörbyltingu í allri íþróttaaðstöðu í bænum. Þar á meðal er fjölnota íþróttahús með gervigrasvelli sem gert er ráð fyrir að verði tekinn í notkun árið 2009. Auk þess ganga framkvæmdir við nýja sundlaug í bænum vel og verið er að stækka golfvöllinn.
„Svo erum við líka að styðja vel við Björgunarsveitina Sigurvon, en þetta eru þeir þættir sem við leggjum mesta áherslu á og það er í mörg horn að líta,“ segir Sigurður og bætir því við að það sé ekkert verið að slá af enda mikil fólksfjölgun í bænum. „Við erum núna að hanna svæði fyrir sunnan íþróttasvæðið og þar verða reistar um 200 íbúðir og það fer væntanlega í auglýsingu í mars.“
Sama hvort fleiri brauðmolar muni hrjóta af borði hins opinbera halda Sandgerðingar sínu striki í uppbyggingunni.
Mynd: Það er ekki hægt að segja að Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, sé klökkur þessa dagna yfir "rausnarskap" ríkisvaldsins sem úthlutaði Sandgerði einni milljón króna í mótvægisaðgerðum vegna aflaskerðingarinnar.
Svo rak marga í rogastans fyrir áramót þegar félagsmálaráðuneyti deildi út 250 milljónum til að koma til móts við þau sveitarfélög sem verða fyrir tekjumissi vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks. Sandgerðingar fengu eina milljón króna í sinn hlut og 33 þúsundum betur.
„Þetta er feykilegur rausnarskapur og gjörbreytir öllu ástandinu í bænum!“ sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, í hæðnistón þegar Víkurfréttir inntu eftir viðbrögðum hans. „Þetta er niðurskurður á þorskveiðiheimildum og Sandgerðishöfn er í fjórða sæti hvað varðar þorsklöndun og með um 6% af heildarafla. Svo segir það sig sjálft að 6% af 250 milljónum er nær því að vera um tólf og hálf milljón, en ekki ein eins og við fengum.“
Sigurður bætir því við að fundur sé um málið í næstu viku, en segir engu að síður mikinn hug í Sandgerðingum þrátt fyrir kvótasamdrátt. Margvísleg athyglisverð verkefni eru á döfinni og má þar á meðal nefna uppbyggingu á Rockville-svæðinu þar sem er verið að vinna að undirbúningi gagnageymslu Data Íslandía og fleiri verkefna sem ekki er hægt að upplýsa um strax.
Þá eru bæjaryfirvöld og íþróttahreyfingin í bænaum að vinna að gjörbyltingu í allri íþróttaaðstöðu í bænum. Þar á meðal er fjölnota íþróttahús með gervigrasvelli sem gert er ráð fyrir að verði tekinn í notkun árið 2009. Auk þess ganga framkvæmdir við nýja sundlaug í bænum vel og verið er að stækka golfvöllinn.
„Svo erum við líka að styðja vel við Björgunarsveitina Sigurvon, en þetta eru þeir þættir sem við leggjum mesta áherslu á og það er í mörg horn að líta,“ segir Sigurður og bætir því við að það sé ekkert verið að slá af enda mikil fólksfjölgun í bænum. „Við erum núna að hanna svæði fyrir sunnan íþróttasvæðið og þar verða reistar um 200 íbúðir og það fer væntanlega í auglýsingu í mars.“
Sama hvort fleiri brauðmolar muni hrjóta af borði hins opinbera halda Sandgerðingar sínu striki í uppbyggingunni.
Mynd: Það er ekki hægt að segja að Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, sé klökkur þessa dagna yfir "rausnarskap" ríkisvaldsins sem úthlutaði Sandgerði einni milljón króna í mótvægisaðgerðum vegna aflaskerðingarinnar.