Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: „Einstaklega sætur sigur“
Sunnudagur 30. maí 2010 kl. 01:27

Sandgerði: „Einstaklega sætur sigur“

„Þetta er einstaklega sætur sigur,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar, K-listans og óháðra borgara í Sandgerðisbæ, sem fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn þegar öll atkvæði höfðu verið talin upp úr kjörkössunum í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Kom þetta ykkur á óvart?
„Nei. Þetta er það sem við stefndum að og við náðum því“.

- Fyrstu tölur í kvöld voru ekki svona jákvæðar?
„Nei, þetta leit ekki svona vel út fyrr í kvöld en góð vinna skilaði sér greinilega“.

- Hvað réð þessum úrslitum?
„Ég held að það sem hafi ráðið þessum úrslitum að bæjarbúar hafa trú á okkur og treysta okkur. Það er bara svo einfalt,“ sagði Ólafur Þór í viðtali við Víkurfréttir nú í nótt.