Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: Bæjarstjórn gagnrýnir þingmenn Suðurkjördæmis
Laugardagur 17. mars 2007 kl. 13:29

Sandgerði: Bæjarstjórn gagnrýnir þingmenn Suðurkjördæmis

Bæjarstjórn Sandgerðis harmar að  þingmenn Suðurkjördæmis hafi í orði stutt við við bakið á bæjarfélaginu en ekki sýnt það í verki við að koma vegabótum í sveitarfélaginu inn í vegaáætlun. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar þar sem ennfremur segir að lítill sem enginn áhugi virðist vera fyrir hendi hjá alþingismönnun kjördæmisins er varðar vegamál bæjarfélagsins, „hvar í flokki sem þeir standa.“

Samgöngumál  í sveitarfélaginu voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Sandgerði nú í vikunni. Þar var ákveðið að fela bæjarstjóra að kalla eftir umtalsverðum lagfæringum á Stafnesvegi, sem er í mjög slæmu ásigkomulagi vegna álags í kjölfar strands Wilson Muuga. Eftir umfjöllun Víkurfrétta á dögunum réðist Vegagerðin í að fylla í kanta vegarins sem voru horfnir.

Bæjarstjórn sá sig tilknúna til að gera bókun vegna vegamálanna þar sem búið er að samþykkja vegaáætlun og Sandgerðisbær hefur ekki fengið fjármagn á vegaáætlun síðustu fjögur kjörtímabil til nýframkvæmda í vegagerð, eins og segir í fundargerð.

Tveimur verkefnum hafi hinsvegar verið hrint í framkvæmd með samþykki  og að tilstuðlan Vegagerðar ríkisins en þau eru Ósabotnavegur og endurbætur á Strandgötu.

 

Mynd: Horft yfir Sandgerði. Ljósm: Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024