Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sandgerði: Bæjarstarfsmenn fá styrk til heilsuræktar
Þriðjudagur 24. janúar 2006 kl. 11:50

Sandgerði: Bæjarstarfsmenn fá styrk til heilsuræktar

Öllu starfsfólki Sandgerðisbæjar stendur til boða styrkur til heilsuræktar eftir að bæjarráð ákvað að fylgja fordæmi starfsfólks á leikskólanum Sólborg.

Starfsfólkið ákvað að fara í sameiginlegt átak á nýju ári og ákvað bæjarráð í framhaldinu að styrkja alla bæjarstarfsmenn sem fara í námskeið er tengjast betri heilsu.

Styrkir úr bæjarsjóði standa þeim til boða sem sækja líkamsræktarstöðvar, fara á námskeið í Púlsinum eða stunda íþróttamiðstöð og sundlaug bæjarfélagsins. Upphæð til hvers og eins jafngildir verði mánaðarkorts í sundlaug bæjarins, en heildarkostnaðurinn í heilsuátaki bæjarstarfsmanna gæti þannig numið 337.500 krónum.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að bæjarráði hafi fagnað frumkvæði kvennana á Sólborg. Því hafi verið ákveðið að hvetja alla starfsmenn bæjarins að fylgja í fótspor þeirra. „Ef okkar góða starfsfólk langar að taka sig á í þessum málum erum við tilbúin til að styðja við bakið á þeim.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024