Sandgerði: Aukinn afsláttur á staðgreiðslu fasteignaskatts
Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur lagt fyrir bæjarstjórn að hækka staðgreiðsluafslátt af fasteignaskatti úr 4% í 6%. Þennan afslátt geta þeir nýtt sér sem greiða skattin fyrir 20. apríl nk.
Reynir Sveinsson, varaforseti bæjarstjórnar í Sandgerði, sagði í viðtali við Víkurfréttir að þetta væri gert í ljósi breyttrar stöðu á fjármálamarkaði.
Þeir sem þegar hafa greitt skattinn munu fá leiðréttingu á umræddum afslætti og mun bæjarstjori sjá um þá framkvæmd.
Reynir Sveinsson, varaforseti bæjarstjórnar í Sandgerði, sagði í viðtali við Víkurfréttir að þetta væri gert í ljósi breyttrar stöðu á fjármálamarkaði.
Þeir sem þegar hafa greitt skattinn munu fá leiðréttingu á umræddum afslætti og mun bæjarstjori sjá um þá framkvæmd.