Samtök verslunar og þjónustu: Rekstur Fríhafnarverslunar tímaskekkja
Því hefur verið haldið fram lengi að Fríhafnarverslunin sem er í eigu ríkisins, sé ekki í samkeppni við innlenda verslun. Samt eru stundaðar verðkannanir á snyrtivörum í Reykjavík og auglýst á stærðarinnar auglýsingaskiltum að boðið sé upp á allt að helmingi lægra verð en í bænum. Einnig hefur vakið athygli auglýsingar hér innanlands á ódýrum vörum Fríhafnarinnar. Greint er frá þessu á vefsvæði Samtaka verslunar og þjónustu.
Margir sem ferðast til útlanda nýta tækifærið til að kaupa vörur án virðisaukaskatts og vörugjalda í Fríhöfninni en sjaldnast eru þessir ferðamenn að bera saman verð við erlendar verslanir.
Samtök verslunar og þjónustu vekur athygli á að um leið og Fríhöfnin gerir út fólk til að fylgjast með verði á vörum í verslunum í Reykjavík skuli forsvarsmenn hennar neita blaðamönnum um að koma í Fríhöfnina til að gera verðkönnun þar. Rétt eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir stuttu.
Eftir að Samtök verslunar og þjónustu gerðu athugasemd við að ríkið væri að herða á samkeppninni við einkarekna verslun í landinu með tvöföldun komuverslunarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa forsvarsmenn Fríhafnarinnar verið iðnir við að gefa út yfirlýsingar um að ekki sé verið að keppa við innlenda verslun heldur verslanir í erlendum flugstöðvum.
Forsvarsmenn hafa lagt áherslu á að koma fram með þau rök að: „varla vilji menn að ríkið verði af þeim tekjum sem verslunin gefur af sér,“ eins og segir á heimasíðu samtakanna. Þar er haldið áfram með að segja: „Með sömu röksemdafærslu mætti halda því fram að ríkið ætti að sjá um alla verslun í landinu til að verða ekki af hagnaðinum. Slík rök heyra fortíðinni til þegar reynt var að verja það að ríkið sæi um verslun með ýmsar nauðsynjar. Ekki er heldur hægt að verja hina ójöfnu samkeppni með því að vísa til þess að ranglætið hafi viðgengist um langa hríð. Skynsamlegra væri að taka upp nútíma viðskiptahætti og ríkið dragi sig úr samkeppni við einkarekna verslun í landinu, eins og allir stjórnmálaflokkar hafa gefið yfirlýsingar um.“
Margir sem ferðast til útlanda nýta tækifærið til að kaupa vörur án virðisaukaskatts og vörugjalda í Fríhöfninni en sjaldnast eru þessir ferðamenn að bera saman verð við erlendar verslanir.
Samtök verslunar og þjónustu vekur athygli á að um leið og Fríhöfnin gerir út fólk til að fylgjast með verði á vörum í verslunum í Reykjavík skuli forsvarsmenn hennar neita blaðamönnum um að koma í Fríhöfnina til að gera verðkönnun þar. Rétt eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir stuttu.
Eftir að Samtök verslunar og þjónustu gerðu athugasemd við að ríkið væri að herða á samkeppninni við einkarekna verslun í landinu með tvöföldun komuverslunarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa forsvarsmenn Fríhafnarinnar verið iðnir við að gefa út yfirlýsingar um að ekki sé verið að keppa við innlenda verslun heldur verslanir í erlendum flugstöðvum.
Forsvarsmenn hafa lagt áherslu á að koma fram með þau rök að: „varla vilji menn að ríkið verði af þeim tekjum sem verslunin gefur af sér,“ eins og segir á heimasíðu samtakanna. Þar er haldið áfram með að segja: „Með sömu röksemdafærslu mætti halda því fram að ríkið ætti að sjá um alla verslun í landinu til að verða ekki af hagnaðinum. Slík rök heyra fortíðinni til þegar reynt var að verja það að ríkið sæi um verslun með ýmsar nauðsynjar. Ekki er heldur hægt að verja hina ójöfnu samkeppni með því að vísa til þess að ranglætið hafi viðgengist um langa hríð. Skynsamlegra væri að taka upp nútíma viðskiptahætti og ríkið dragi sig úr samkeppni við einkarekna verslun í landinu, eins og allir stjórnmálaflokkar hafa gefið yfirlýsingar um.“